Föstudagurinn 26. febrúar 2021

ESB-aðildarsinnar verða að svara lykilspurningum - rógur um krónuna dugar ekki


Björn Bjarnason
23. febrúar 2012 klukkan 10:13

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, ritar grein í Fréttablaðið 23. febrúar þar sem hann fagnar því að miðstýring hefur aukist á evru-svæðinu með bættu eftirliti og auknu alþjóðlegu aðhaldi. „Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál,“ segir þingmaðurinn og tekur þar undir með Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra á nýlegum fundi ASÍ um krónuna.

Þessi boðskapur einkennist af kenningunni um að menn verði að leggja mikið á sig til að komast inn í fyrheitna landi. Í orðunum felst að Grikkir gangi í gegnum hreinsunareld fyrir evru-þjóðirnar í heild og evran styrkist í réttu hlutfalli við það sem lagt sé á Grikki. Þá lýsa ummælin því einnig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði ekki ráðið við ríkisfjármálavanda þjóðarinnar án handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fulltrúar hans hafi tekið ráðin af Steingrími J. Sigfússyni við stjórn ríkisfjármála og Má Guðmundssyni við stjórn peningamála. Á þingi hafi stjórnarmeirihlutinn dansað eftir pípu sjóðsins og Magnús Orri vilji greinilega geta gert það áfram.

Charlemagne er heiti á dálki í The Economist þar sem ESB-fréttamenn blaðsins lýsa því sem hæst ber í Brussel og leggja mat á þróun ESB-samstarfsins. Í hefti vikuritsins sem dagsett er 18. febrúar segir Charlemagne meðal annars:

„Evru-kreppan breytir reglum evrópskra stjórnmála. Eiginhagsmunir fullvalda ríkja hopa fyrir baráttunni fyrir að halda lífi. Ríkin á evru-svæðinu hafa áttað sig á því að um beina gagnkvæma efnahagsmuni er að ræða í samskiptum þeirra, þau hafa þess vegna sætt sig við aukið eftirlit frá Brussel og hinum stóru í hópnum. Ríkisstjórnir hafa rétt, jafnvel skyldu, til að hlutast til um innri málefni nágranna síns fari hann illa að ráði sínu við stjórn fjármála. Það vantar aðeins herslumuninn á að þær telji sig einnig hafa rétt til að skipta sér af sjálfum stjórnmálunum. Frú Merkel hefur nú þegar lagt sitt af mörkum þegar forsætisráðherrum Girkklands og Ítalíu var ýtt til hliðar. Kannski var þetta aðeins frumhlaup vegna aðsteðjandi vanda, aðrir telja hins vegar að þarna megi sjá upphaf heildarstjórnmála í Evrópu [les: ESB].“

Sættir Magnús Orri Schram eða aðrir ESB-aðildarsinnar sig við þessa þróun innan ESB? Finnst þeim sjálfsagt að ríkisstjórn Íslands, fulltrúi 310.000 íbúa á 500 milljón manna ESB-svæðinu, lúti vaxandi miðstýringu? Eru þeir sannfærðir að Íslendingum muni vegna betur í slíku samfélagi?

Þessum lykilspurningum verður ekki svarað með því að hallmæla krónunni. Hún er ekki annað en mælieining og henni má kasta án þess að taka upp evru.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS