Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Hvað veldur villikattaslag stjórnar­flokkanna?


Styrmir Gunnarsson
27. febrúar 2012 klukkan 12:38

Undarlegur ágreiningur er kominn upp milli stjórnarflokkanna um aðildarumsóknina að ESB. Á flokksráðsfundi VG fyrir helgi lagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mikla áherzlu á, að samningaviðræðum yrði lokið hið snarasta og gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um samning samhliða þingkosningum vorið 2013. Þessum hugmyndum hefur ekki verið vel tekið af hálfu Samfylkingarmanna og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lýst þeirri skoðun, að nánast óhugsandi sé að samningurinn verði tilbúinn svo snemma. Hann hefur jafnframt líkt einhverjum VG-mönnum sem villiköttum.

Hvað er að bögglast fyrir brjóstinu á stjórnarflokkunum í þessu sambandi? Af hverju þessi villikattaslagur nú um aðildarumsóknina?

Vinstri grænir eru í stórvandræðum með aðildarumsóknina. Andstæðingar aðildar eru að yfirgefa VG í verulegum mæli. Skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn bíði mikið afhroð í næstu þingkosningum. Honum verði refsað fyrir svikin í ESB-málinu, sem eru ótvíræð og öllum ljós.

Eina skýringin á þeim asa, sem er nú á Ögmundi Jónassyni í þessu máli er sú, að hann telji að með því að leggja samning við ESB undir þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningum geti VG náð vopnum sínum á ný með því að leggjast gegn þeim samningi í þingkosningum. Gangi flokkurinn til þeirra kosninga án þess að samningum hafi verið lokið verði svik VG eins og opið sár í kosningabaráttunni og uppskera VG í kosningunum í samræmi við það. Markmið Ögmundar sé því að bjarga því sem bjargað verði fyrir VG í kosningunum.

En hvað veldur því að Samfylkingin getur bersýnilega ekki hugsað sér að ljúka samningunum sem fyrst og greiða atkvæði um þá samhliða þingkosningum? Er ástæðan kannski þessi: Samfylkingarmenn gera sér grein fyrir því, að þeir, ekkert síður en VG, munu bíða afhroð í næstu kosningum, þótt af öðrum ástæðum verði. Þeir ætli sér hins vegar að bjarga því sem bjargað verði með því að höfða til aðildarsinna í öllum flokkum um stuðning í þingkosningunum 2013 og vísa til þess, að það sé eina leiðin til þess að ná fram því markmiði, að Ísland verði aðili að ESB.

Með öðrum orðum að flokkshagsmunir ráði ferðinni hjá Samfylkingunni ekki síður en hjá VG.

Þetta er ljótur leikur en þegar horft er til þess hvernig stjórnarflokkarnir umgangast stjórnarskrármálið er kannski ekki við öðru að búast en þeir fjalli með sama hætti um fjöregg þjóðarinnar - sjálfstæði hennar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS