Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Hvernig mundum við taka kröfum Brussel um lækkun launa opinberra starfsmanna og greiðslna úr velferðarkerfi?


Styrmir Gunnarsson
9. mars 2012 klukkan 09:32

Haustið 2008 lýsti írska ríkisstjórnin yfir því að hún tæki ábyrgð á öllum skuldbindingum írsku bankanna. Slíkar hugmyndir voru ræddar í íslenzka stjórnkerfinu eins og m.a. hefur komið fram í Landsdómi þessa viku. Raunar gengu þær svo langt að lagt var fyrir Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðhera bréf til undirskriftar þess efnis en hann neitaði að skrifa undir.

Írska ríkisstjórnin gaf þessa ábyrgðarskuldbindingu fyrir hönd írskra skattgreiðenda ekki út af fúsum og frjálsum vilja. Það kom síðar í ljós. Hún var pínd til þess af forráðamönnum ESB í Brussel. Ástæðan var sú, að þar töldu menn að féllu írsku bankarnir mundi það hafa keðjuverkandi áhrif annars staðar í Evrópu.

Mikill hluti af þeim skuldavanda, sem írska ríkið hefur verið að stríða við síðan er vegna þessarar ákvörðunar. Írum þykir erfitt að sitja undir því og hafa leitað eftir því að eitthvað verði slakað á þessari skuldabyrði eða a.m.k. að vextir verði lækkaðir. Vegna þessarar yfirlýsingar hefur írska ríkið verið að greiða afborganir af útgefnum skuldabréfum tveggja fallinna banka, Anglo Irish og Irish Nationwide Building Society. Meðal þeirra, sem eiga þessi skuldabréf eru Seðlabanki Evrópu. Kostnaður írskra skattgreiðenda vegna þessara tveggja banka nemur um þriðjungi af vergri landsframleiðslu Írlands. Það hlutfall næmi um 500 milljörðum íslenzkra króna hér eða fjárlögum íslenzka ríkisins í eitt ár.

Nú er afborgun framundan í lok marz og Írar velta því fyrir sér hvort þeir eigi að borga. Félagsmálaráðherra Írlands Joan Burton hefur viljað tengja saman afgreiðslu þessa máls og þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisfjármálasamninginn. Hún vill að Írar samþykki hann ekki nema komið verði til móts við þá vegna bankaskuldanna.

Svör Seðlabanka Evrópu eru athyglisverð. Sá banki segir við Íra: Þið hafið svigrúm til að borga. Hvernig spyrja Írar. Þá segir Seðlabanki Evrópu:

Þið getið lækkað laun opinberra starfsmanna og dregið úr greiðslum velferðarkerfisins. Hvoru tveggja er hærra en á Spáni, í Slóveníu og í Slóvakíu en þessi þrjú ríki eru í hópi þeirra, sem hafa lagt fram peninga til að draga ykkur að landi.

Svona gerast kaupin á eyrinni innan Evrópusambandsins. Þessi veruleiki fæst ekki ræddur á Íslandi, hvorki á Alþingi né annars staðar. Það er eins og þessi veruleiki sé ekki til í hugum þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Hvað mundu opinberir starfsmenn segja hér ef slík fyrirmæli kæmu frá Brussel um lækkun launa þeirra? Hvað mundi almenningur segja hér ef slík fyrirmæli kæmu frá Brussel um lækkun á greiðslum úr velferðarkerfinu, sem ekki mega minni vera?

Er ekki kominn tími til að ráðherrar og þingmenn horfist í augu við þennan veruleika Evrópusambandsins?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS