Vondu fréttirnar eru að byrja að hrannast upp á ný fyrir Evrópusambandið. Lántökukostnaður ríkja í Suður-Evrópu er að hækka verulega aftur. Nú er lántökukostnaður Spánverja vegna 10 ára bréfa kominn upp í 5,53% og hjá Ítölum í 5%. Þetta þýðir að áhyggjur fjárfesta vegna Spánar sérstaklega fara vaxandi en eins og oft hefur verið bent á í þessum umræðum er Grikkland smámál miðað við Spán og Ítalíu. Sérfróðir menn á borð við aðalforstjóra PIMCO stærsta skuldabréfasjóðs í heimi eru þar að auki þeirrar skoðunar að Portúgal þurfi á nýju neyðarláni að halda innan tíðar.
Til viðbótar þessum vandamálum er svo enn alvarlegri vandi, sem snýr að hagvexti eða öllu heldur skorti á hagvexti í þessum löndum. Nú hefur Írland bætzt í hóp þeirra evruríkja, sem standa frammi fyrir minnkun vergrar landsframleiðslu en auk þeirra á það við um Holland og Belgíu, Ítalíu, Portúgal og Grikkland. Minnkandi landsframleiðsla þýðir, að þessi ríki eiga enn erfiðara með að standa við skuldbindingar sínar en ella. Nýjar tölur benda til þess að jafnvel Þjóðverjar sjálfir standi frammi fyrir minnkandi hagvexti.
Aðalbankastjóri Bundesbank skammar Merkel fyrir aumingjaskap í að skera niður fjárlagahalla Þjóðverja sjálfra en þau Merkel og Schauble, fjármálaráðherra hennar ætla að taka næstu 4 ár í það, sem Jens Weidmann, bankastjóra þýzka Seðlabankans þykir ekki mikið til koma. Hann telur að á Þjóðverjum hvíli sérstök skylda að ganga á undan með góðu fordæmi og það er auðvitað alveg rétt hjá honum. Hvernig geta þeir gert meiri kröfur til annarra en sjálfra sín?
Sumir forystumenn Evrópusambandsins tala á þann veg, að framundan sé betri tíð. Einn af þeim er Mario Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu. Hann setti út fyrir og eftir áramót um eina trilljón evra í þriggja ára lánum til evrópskra banka á 1% vöxtum. Nú er komið í ljós að það var gert til að forða falli nokkurra evrópskra banka, sem höfðu ekki lengur aðgang að fé á mörkuðum. Gagnrýnendur þessara lánveitinga segja, að með henni hafi vandanum einungis verið frestað en hann ekki leystur.
Í Washington eru augljóslega uppi þær skoðanir að forystumenn ESB hafi ekki tekið rétt á vandanum eða ekki gripið til nægilegra víðtækra aðgerða. Bandaríkjamenn geta með réttu haldið þvi fram, að þeir séu að nái árangri sem ESB-rikin hafi ekki náð. Þar svo meiri spurning hvort árangur Bandaríkjamanna er kannski fyrst og fremst skammtíma ávinningur og að timburmennirnir eigi eftir að koma fram að forsetakosningum loknum, sem fram fara í nóvember.
Þegar litið er til daglegra frétta frá Evrópu, sem enn eru að mestu á einn og sama veg er ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að það versta sé afstaðið. Þvert á móti geta enn stærri vandamál verið framundan.
En Alþingi Íslendinga virðist ekkert hafa lært af hruninu. Af umræðum á þingi síðustu árin fyrir hrun er ekki að sjá, að nokkur þingmaður hafi áttað sig á hvað var að gerast, jafnvel ekki eftir litlu bankakreppuna í ársbyrjun 2006 eða eftir að fréttir bárust um húsnæðisvafninga í Bandaríkjunum sumarið 2007. Það sama átti við um háskólasamfélagið.
Nú er eins og þingið viti ekki af þessum vandamálum ESB-ríkjanna og viti það af þeim er ekki að sjá að meirihluti þingmanna telji að þau hafi nokkur áhrif á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Hafa þessir þingmenn ekkert lært af hruninu?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...