Frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs hefur verið sagt að annar flokkurinn vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið en hinn vilji það ekki. Þrátt fyrir að yfirlýst stefna flokkanna sé ólík í þessu efni lögðu þeir fram umsókn um aðild að sambandinu. Þeir beittu blekkingum við afgreiðslu þess máls. Látið var í veðri vaka að um könnunarviðræður yrði að ræða. Kanna mætti kosti og galla aðildar með því að komast að sameiginlegri niðurstöðu með ESB, þjóðin gæti tekið afstöðu til hennar. Helsti sérfræðingur Samfylkingarinnar í ESB-málum, Baldur Þórhallsson prófessor, boðaði 23. apríl 2009 að unnt yrði að kjósa um þessa niðurstöðu sumarið 2010.
Ekkert af þessu hefur staðist. Eins og allir vissu sem lögðu á sig að kynna sér eðli aðildarviðræðna við ESB felast þær ekki í því að kanna neitt í poka Evrópusambandsins. Þar liggur allt fyrir lesi menn stefnu, skýrslur og frásagnir af viðhorfinu til umsóknarlanda. Þau verða að fullnægja kröfum sem ESB setur um form og efni aðildarviðræðna og hefja aðlögun að ESB-skilyrðum strax frá fyrsta degi.
Stjórnarsamstarfið er reist á því að hinu sanna eðli aðildarviðræðnanna sé ekki lýst. Sé það gert koma svikin við kjósendur beggja stjórnarflokkanna í ljós. Það er því sameiginlegur hagur þeirra að leyna því sem raunverulega gerist í samskiptum ESB og Íslands. Þetta gerðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon síðast sameiginlega í grein í tilefni af þriggja ára afmæli stjórnarsamstarfs þeirra hinn 1. febrúar 2012. Þar sögðu þau að væri verið „að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar“ að Evrópusambandinu.
Þótt fullyrt hafi verið í krafti sérþekkingar að viðræðum við ESB yrði lokið árið 2010 blasir nú við að þeim verður ólokið fyrir kosningar í apríl 2013. Spurningin snýst nú um hvort viðræður um sjávarútvegsmál hefjist fyrir þann tíma. Af hálfu ESB er sagt að þær geti ekki hafist fyrr en ný sjávarútvegsstefna sambandsins hafi verið mótuð og hrundið í framkvæmd. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður viðræðunefndar Íslands, telur að það verði ekki fyrr en árið 2014.
Hvað sem líður þessari tímasetningu vegna sjávarútvegsstefnunnar veldur þrýstingur af hálfu íslenskra ráðherra á að hefja sjávarútvegsviðræðurnar því að fulltrúar ESB telja sig hafa vopn í höndum til að knýja þá til uppgjafar í makríldeilunni, ekki verði rætt um sjávarútvegsmál fyrr en sú deila sé leyst.
Steingrímur J. Sigfússon sýndi fágætt dómgreindarleysi í Icesave-málinu. Hann samdi þrisvar af sér fyrir hönd þjóðarinnar. Hann er kominn á sama ról núna í makríldeilunni. Í stað þess að hafna frekari aðildarviðræðum við ESB vegna hótana um refsiaðgerðir krefst hann þess að tafarlaust verði teknar um viðræður um sjávarútvegsmál undir hatti aðildarviðræðnanna. Hann færir þannig ofríkismönnum innan ESB vopn í hendur til þrýstings á utanríkisráðherra sem þeir vita að fellur jafnan í duftið þegar í hann er hnippt frá Brussel.
Ríkisstjórnin verður enn á ný að hrökkva eða stökkva gagnvart ESB. Sagan segir að hún muni fórna makrílnum til að geta haldið áfram viðræðum við ESB.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...