Mánudagurinn 11. nóvember 2019

Evrukrísan blossar upp á ný


Styrmir Gunnarsson
11. apríl 2012 klukkan 10:32

Evrukrísunni er ekki lokiđ. Flest bendir til ađ sú ró, sem hefur veriđ yfir vötnum síđustu vikur eftir ađ neyđarlán II til Grikklands var endanlega afgreitt og Grikkir náđu samkomulagi um afskriftir skulda ţeirra viđ einkaađila, hafi veriđ skammgóđur vermir. Nú er ţađ ađ gerast, sem margir greinendur í Evrópu hafa óttazt en sumir spáđ undanfarin misseri, ađ Spánn er kominn í skotmál fjármálamarkađa.

Síđustu sólarhringa hefur tvennt gerzt, sem snertir Spán. Annars vegar hefur ríkisstjórn Mariano Rajoy lagt fram ítarlegar tillögur um niđurskurđ á opinberum útgjöldum og hins vegar hafa fjármálamarkađir međ gerđum sínum lýsti vantrausti á ţćr ađgerđir.

Ríkisstjórn Rajoy hefur lagt fram tillögur um verulegan niđurskurđ og umtalsverđar skattahćkkanir. Hún hefur bođađ niđurskurđ sem nemi 27 milljörđum evra og ţar af 10 milljarđar evra, sem skera á niđur í heilbrigđiskerfinu og skólakerfinu. Jafnframt hefur ríkisstjórnin bođađ verulegar skattahćkkanir og verđur ekki sökuđu um ađ hlífa ţeim efnamestu eđa stćrstu fyrirtćkjum. Ţvert á móti. Hins vegar vekur athygli ađ hún bođar ekki lćkkun launa opinberra starfsmanna. Greinendur, sem tjáđ hafa sig um ţessar ađgerđir benda á ađ einn helztu vandi spćnskrar stjórnsýslu sé fjöldi opinberra embćttismanna og ţann vanda megi rekja aftur til valdatíma Francos.

Eitt af markmiđum ofangreindra ađgerđa hefur veriđ ađ auka tiltrú fjármálamarkađa á Spán. Svar markađanna er ađ hlutabréf á Spáni hafa lćkkađ mikiđ í verđi. Ávöxtunarkrafan á spćnsk ríkisskuldabréf var komin upp í nćr 6% í gćr en lćkkađi lítillega í morgun og spćnskir bankar eru ađ verđa verst úti. Öllum er ljóst ađ ţeir ţurfa meira eigiđ fé, sem ekki er ađ finna á Spáni og hugsanlega er eina leiđin sú, ađ Spánn fari fram á neyđarlán fyrir bankana eingöngu.

Í gćr voru evrópskir fjölmiđlar uppfullir af fréttum um ţađ ađ evrukrísan vćri ađ blossa upp á ný.

Hiđ alvarlega viđ ţessa stöđu er ađ ólíku er saman ađ jafna Grikklandi og Spáni. Grikkland er smáríki í efnahagslegum skilningi innan ESB. Spánn er fjórđa stćrsta efnahagskerfiđ innan ESB. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ Evrópusambandiđ hefur ekki yfir ađ ráđa fjármagni til ađ bjarga Spáni ef allt fer á versta veg. Ađ vísu segir Timothy Geithner, fjármálaráđherra Bandaríkjanna ađ ţađ séu til nógir peningar í Evrópu. Ţađ kann ađ vera rétt en breytir ekki ţví ađ stjórnmálamennirnir ţora ekki ađ beina ţeim í stórum stíl til Spánar af ótta viđ ađ verđa refsađ af kjósendum.

Ađ lokum legg ég til....sagđi Cato gamli.

Ađ lokum má međ sama hćtti spyrja: Hversu lengi ćtlar meirihluti Alţingis og ríkisstjórn ađ neita ađ horfast í augu viđ ţann veruleika, sem viđ blasir í Evrópu og ađ ađildarumsóknin ađ ESB er í ţví samhengi - hvađ sem öllu öđru líđur - tóm vitleysa?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfrćđingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins. Hann hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu 1965 og varđ ađstođarritstjóri 1971. Áriđ 1972 varđ Styrmir ritstjóri Morgunblađsins, en hann lét af ţví starfi áriđ 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS