Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins meðalgöngustefni í Icesave-máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á hendur Íslandi. Fulltrúar ESA, til dæmis Per Sanderud, fyrrverandi forstöðumaður stofnunarinnar, hafa lýst því opinberlega að engar meiriháttar ákvarðanir séu teknar af ESA án samráðs við framkvæmdastjórn ESB. ESA var komið á laggirnar til að sinna eftirlitshlutverki í EFTA-ríkjum EES-svæðisins, þetta eftirlitshlutverk er í höndum framkvæmdastjórnarinnar gagnvart ESB-ríkjum EES-svæðisins.
Fráleitt er að ætla að ESA hafi farið af stað með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum án samráðs við framkvæmdastjórn ESB. Framkvæmdastjórnin tekur þátt í öllum málum sem koma til munnlegs flutnings hjá EFTA-dómstólnum, þetta gerir hún sem áheyrnaraðili sem henni er heimilt eins og öllum EES-ríkjum. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar aldrei fyrr meðalgöngustefnt, í því felst að hún tekur beinlínis undir kröfur ESA á hendur Íslendingum.
Það kemur ekki heldur á óvart að málsvarar Íslands í utanríkismálum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, séu sömu skoðunar og málsvarar Evrópusambandsins. Hvorugur þeirra kippir sér upp við að framkvæmdastjórn ESB stefni Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. Össur og Árni Þór hafa frá fyrsta degi tekið þá afstöðu í Icesave-deilunni sem þeir telja að falli best að samningsmarkmiði þeirra gagnvart ESB, að orðið sé við kröfum ESB-ríkjanna.
Fram kemur í Morgunblaðinu fimmtudaginn 12. apríl að hefði Icesave III samningurinn verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári, hinn 9. apríl 2011, væri kostnaður Íslands orðinn ríflega 50 milljarðar króna vegna ákvæða hans. Við þá upphæð myndu síðan bætast 28 milljarðar í vaxtagreiðslur til ársins 2015. Heildarkostnaður vegna Icesave III hefði því nú þegar numið hátt í 80 milljörðum króna ef samningurinn hefði hlotið samþykki þjóðarinnar.
Þennan kostnað vildi ríkisstjórnin leggja á Íslendinga til að ýta Icesave-deilunni aftur fyrir sig og halda frið við ESB. Þjóðin hafnaði þessari leið stjórnvalda á eftirminnilegan hátt 9. apríl 2011. Nú ári síðar gera forráðamenn stjórnarflokkanna í utanríkismálum enga athugasemd við að ESB blandi sér beint í rekstur Icesave-málsins fyrir dómstólum og utanríkisráðherra telur meðalgöngustefnuna bara til bóta og beitir sinni alkunnu hundalógík, stefnan gefi „Íslendingum færi á að koma að skriflegum athugasemdum við varnir ESB áður en munnlegur málflutningur hefst“.
Ríkisstjórnin er ekki einhuga í þessu máli frekar en öðrum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur meðalgöngustefnu ESB „ósvífni“ og til hennar sé gripið til að Íslendingar skríði á hnjánum í aðildarviðræðunum. Forystumenn stjórnarandstöðunnar, Ragnheiður Elín Árnadóttir Sjálfstæðisflokki og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknaflokki, vilja hætta ESB-viðræðunum og telja meðalgöngustefnuna enn styrkja þann málstað.
Það er borin von að ESB-viðræðunum verði slitið eða gert hlé á þeim á meðan Össuri Skarphéðinssyni og Árna Þór Sigurðssyni er treyst fyrir pólitískri forystu í málinu. Það er sama hvort ESB hótar viðskiptastríði vegna makrílveiða eða gerist aðili að fráleitum kröfum fyrir EFTA-dómstólnum aðildarvélin malar áfram í skjóli þeirra Össurar og Árna Þórs. Ráðamönnum í Brussel er þetta ljóst. Það er skrýtið að menn skuli ekki hafa áttað sig á þessari staðreynd á alþingi og þó sérstaklega meðal vinstri-grænna sem veita þeim félögum umboðið til að stunda hinn ljóta leik án tillits til hagsmuna þjóðarinnar.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...