Því fer víðs fjarri að evrukrísunni sé lokið. Það er augljóst að í efnahagskerfi Spánar eru tveir mjög veikir hlekkir. Annars vegar bankarnir, sem hafa ekki bókfært öll sín töp og hins vegar sjálfstjórnarsvæðin, sem er nú kannski vont orð yfir þau héruð á Spáni, sem búa við eigin stjórn í tilteknum málum. Hin síðarnefndu hafa lítið hugað að niðurskurði útgjalda og afleiðingin er sú, að þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda í Madrid hefur Spánverjum ekki tekizt að ná settum markmiðum. Nú eru aftur að birtast fréttir um að spænsk stjórnvöld muni leita eftir láni úr hinum tímabundna neyðarsjóði ESB, EFSF, til þess afmarkaða verkefnis að endurfjármagna spænsku bankana.
Á Ítalíu stendur Mario Monti, forsætisráðherra, frammi fyrir nýjum vandamálum, sem eru í því fólgin að verg landsframleiðsla Ítala á þessu ári mun dragast meira saman en áður var áætlað. Afleiðing þess er sú, að þær aðhaldsaðgerðir, sem hann var búinn að keyra í gegn duga ekki til og þá er spurning, hvort hann hefur bolmagn til að ná meiru fram.
Aðildarríki evrusvæðisins hafa miklar áhyggjur af þingkosningunum í Grikklandi hinn 6. maí n.k. Staðan í þeim nú er sú, að flokkar yzt til hægri og vinstri eru að ná til sín meira fylgi og jafnframt að mynda pólitísk bandalög sín í milli, sem að óbreyttu getur valdið uppnámi í samskiptum Grikkja og þríeykisins svonefnda að kosningum loknum.
Jafnframt beinist athygli fjármálamarkaða nú í vaxandi mæli að Frakklandi. Fjárlagahalli er mjög mikill þar eða um 5,2%. Hollande, sem raunhæfar líkur eru á að verði kjörinn forseti í seinni umferð kosninganna hefur haft við orð að krefjast endurskoðunar á ríkisfjármálasamningnum. Það mun ekki ganga hljóðalaust fyrir sig í samskiptum hans og Angelu Merkel ef af verður.
Martin Wolf, hinn kunni blaðamaður á Financial Times er nýkominn úr 10 daga heimsókn til Bandaríkjanna. Niðurstaða hans af samtölum við áhrifamenn þar er að þeir telji að evrusvæðið eigi sér ekki langa framtíð fyrir höndum.
Hér heima fyrir er fleirum og fleirum að verða ljóst að þegar af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar var aðildarumsókn Íslands að ESB mjög misráðin. Í nýrri yfirlýsingu Samstöðu, hins nýja stjórnmálaflokks Lilju Mósesdóttur segir:„Evrópusambandið glímir sjálft við gjaldmiðils- og skuldakreppu, sem ekki er séð fyrir endann á.“
Í raun og veru er spurningin ekki lengur sú, hvort á að stöðva þetta ferli, heldur hvernig bezt er að gera það.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...