Það er ótrúlega margt líkt með þeirri stöðu, sem við erum nú í gagnvart Evrópusambandinu og þeirri stöðu, sem við vorum í gagnvart Bretlandi í þorskastríðunum. Í raun er eini munurinn sá, að Evrópusambandið hefur enn ekki hótað að senda herskip á vettvang til þess að koma í veg fyrir makrílveiðar okkar.
Bretar settu á okkur löndunarbann fyrir meira en hálfri öld, fáum árum eftir að íslenzkir sjómenn hættu lífi sínu til þess að færa þeim fisk á styrjaldarárunum. Bretum var í mun að draga okkur fyrir dómstól og vísuðu 50 mílna deilunni til Alþjóðadómstólsins í Haag, sem að vísu var í samræmi við landhelgissamningana, sem gerðir voru um 12 mílurnar.
Löngu áður en dómur var kveðinn upp í Haag var ljóst að við mundum hafa hann að engu enda málið allt úrelt eftir útfærslu í 50 mílur og niðurstaðan var sú, að dómurinn skipti engu máli.
Nú er bæði haft við orð að setja á okkur löndunarbann og við erum dregnir fyrir dómstól. Að vísu virðast ESB-sinnar á Íslandi þeirrar skoðunar, að ísenzka þjóðin hafi ákveðið að „fara dómstólaleiðina“ með því að vísa Icesave-samningunum út í hafsauga. Það er einhver misskilningur hjá þeim. Þjóðin ákvað ekki að „fara dómstólaleiðina“. Það voru menn út í löndum, sem tóku þá ákvörðun.
Í raun og veru er eini munurinn nú og þá sá, að kjörnir forystumenn íslenzku þjóðarinnar virðast nú koma fram eins og málsvarar þeirra, sem hafa í hótunum við okkur og fara til dómstóla. Þeir reyna að gera eins lítið úr þessum hótunum eins og þeir geta. Passa að nota orðið „löndunarbann“ ekki, eins og m.a. mátti sjá á Össuri Skarphéðinssyni í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi og leggja sig fram um að gera eins lítið úr hótunum Evrópusambandsins eins og mögulegt er.
Þetta er önnur staða en var í þorskastríðunum. Þá höfðu andstæðingar okkar ekki málaliða í vinnu fyrir sig hér heima fyrir.
Eitt andartak mátti ætla í gærkvöldi að stjórnarflokkarnir ætluðu a taka eitthvert frumkvæði í samskiptum við Evrópusambandið, þegar upplýst var í sjónvarpsfréttum að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríksmálanefndar Alþingis mundi eiga fund með Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kaupmannahöfn í dag. Svo kom í ljós að þetta var villandi fréttaflutningur. Árni Þór verður á fundi í Kaupmannahöfn í dag, sem Barroso mætir á og hefur þar tækifæri til að spyrja hann spurninga ásamt öðrum. Sjálfsagt var það ónákvæmni hjá RÚV hvernig fréttin var sett fram en ekki ásetningur um að gefa annað til kynna.
Það hefur aldrei verið auðvelt að vinna stríð með Trójuhesta innan borðs.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...