Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Umbrot í evrulöndum


Styrmir Gunnarsson
4. maí 2012 klukkan 10:07

Í þessari viku og um helgina er kosið í mörgum löndum Evrópu. Í gær fóru fram sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi og um helgina fara fram þingkosningar í Grikklandi, seinni umferð forsetakosninga í Frakklandi og sveitarstjórnarkosningar á Ítalíu.

Meginátökin í evrópskum stjórnmálum síðustu ára hafa verið þessi: Fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðír voru orðnir svo ráðandi fyrir bankakreppuna haustið 2008 að stjórnmálamenn, hinir kjörnu fulltrúar fólksins, létu hafa sig í það, að gera ráðstafanir, sem jafngiltu því að skattgreiðendur borguðu tap þessara fyrirtækja en stjórnendur og eigendur nutu gróðans, ef honum var til að dreifa.

Þetta er í grundvallaratriðum ástæðan fyrir því, að Marine Le Pen og Jean-Luc Mélenchon hafa náð svo miklum árangri í Frakklandi að í fyrri umferð forsetakosninganna fengu þau sameiginlega um þriðjung atkvæða. Þetta er meginástæðan fyrir því að í Grikklandi mælast nýir flokkar til hægri og vinstri með svo mikið fylgi að álitamál er hvort hinir tveir hefðbundnu flokkar í Grikklandi, PASOK og NL nái meirihluta á þingi. Þetta er líka meginástæðan fyrir því að grínisti er að bruna fram í sveitarstjórnarkosningunum á Ítalíu og talið að hann yrði þriðja sterkasta stjórnmálaaflð á Ítalíu ef kosið væri til þings nú.

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Bretlandi eiga sér hins vegar staðbundnari ástæður.

En þegar við horfum nær okkur er auðvitað ljóst að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hér eiga í vök að verjast. Og þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi tekið þá réttu ákvörðun haustið 2008 að láta eigendur skuldabréfa einkabanka sitja uppi með tapið er þó alveg ljóst, að ástæðan fyrir vandamálum hinna hefðbundnu flokka hér er grunur kjósenda um að þeir hafi gengið of langt í samskiptum við viðskiptalífið og þá ekki sízt fjármálafyrirtækin fyrir hrun.

Það verður fróðlegt að sjá í hvaða farveg uppreisn fólksins í evrulöndunum fellur nú næstu daga. Og gleymum því ekki að það getur haft áhrif á hvað gerist hér.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS