Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Stjórnendur á móti ESB-aðild - fýkur í öll skjól aðildarsinna


Björn Bjarnason
10. maí 2012 klukkan 09:36

Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins. Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 65,1% karla andvígir aðildinni en 57,4% kvenna. Fram kemur í könnuninni að tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB og er andstaðan þar mest.

Þessar tölur tala sínu máli og staðfesta enn hve erfitt er að finna nokkurn hóp innan samfélagsins þar sem meirihluti manna er hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Raunar má segja að slíkan hóp sé nú aðeins að finna innan Samfylkingarinnar eða meðal þeirra sem sameinast undir merkjum regnhlífarsamtakanna Já, Ísland.

Sé málum enn þannig háttað innan Samfylkingarinnar að meirihluti manna þar berjist enn fyrir aðild að Evrópusambandinu ber að líta til þess hvernig fylgi flokksins hefur þróast á þessu kjörtímabili eftir að honum tókst að knýja fram samþykkt á ESB-aðildarumsókn sumarið 2009. Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða í kosningunum 25. apríl 200. Í lok apríl 2012 mældist fylgi flokksins 18,7% hjá Capacent Gallup. Fylgið hefur því minnkað um tæp 11 prósentustig frá því að flokkurinn dró gunnfána ESB að húni.

Sé litið á opinbera kynningu á viðræðum fulltrúa Íslands og ESB undanfarin misseri hefur hún öll verið á jákvæðum nótum. Þeir sem spáðu því að Íslendingar mundu greiða þjóðaratkvæði um ESB-aðildarsamning sumarið 2010 eða í síðasta lagi vorið 2011 láta meira að segja eins og engar snurður hafði hlaupið á þráðinn. Stækkunardeild Evrópusambandsins heldur úti sérstakri kynningarskrifstofu í landinu og sendiherra ESB á Íslandi þeytist um landið þvert og endilangt til að flytja fagnaðarboðskapinn um ESB.

Vakni spurningar um afstöðu ESB í garð Íslands vegna málaferla út af Icesave eða vegna refsiaðgerða til að stöðva íslenskar makrílveiðar keppast ráðamenn í Reykjavík og Brussel við að halda því fram að þessi mál snerti ekkert aðildarviðræðurnar. Utanríkisráðherra Íslands telur að öll vandræði vegna skuldakreppinnar á evru-svæðinu séu jákvæð fyrir Íslendinga, evran verði bara orðinn að sterkari gjaldmiðli þegar Íslendingum standi hún til boða eftir aðild að ESB.

Bilið á milli fagurgala ESB-aðildarsinna og skoðana Íslendinga breikkar stöðugt. ESB-aðildarmálið verður til sífellt meiri vandræða í Reykjavík og Brussel. Samskipti Íslands og ESB hafa verið farsæl í 20 ár undir merkjum evrópska efnahagssvæðisins. Það á að leyfa því samstarfi að þróast og þroskast áfram í stað þess að hleypa öllu í bál og brand með aðildarumsókn sem nýtur síminnkandi stuðnings - og það áður en tekið er til við að ræða hin raunverulegu ágreiningsefni, málin sem ekki eru leyst innan ramma EES-samningsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS