Mánudagurinn 27. júní 2022

Er ekki kominn tími á opinbera heimsókn utanríkis­ráðherra til Kýpur?


Styrmir Gunnarsson
18. maí 2012 klukkan 09:45

Hér á Evrópuvaktinni er í dag vakin athygli á vandamálum Kýpur, sem eru áhugaverð fyrir okkur Íslendinga af ýmsum ástæðum. Hinn gríski hluti Kýpur er sjálfstætt lýðveldi og þar búa um ein milljón manna. Enn eru óleyst vandamál á milli lýðveldisins Kýpur og hins tyrkneska hluta eyjarinnar. Kýpur gekk í Evrópusambandið árið 2004 og tók upp evru í ársbyrjun 2008. Eins og menn kannski muna var því haldið fram á Íslandi haustið 2008 þegar bankarnir hrundu, að til þess hefði ekki komið ef Ísland hefði verið aðili að ESB og hefði tekið upp evru.

Bankakerfið á Kýpur hefur þanizt út og er nú talið um sjöfallt verðmæti landsframleiðslu Kýpur. Það hefur þótt eftirsóknarvert fyrir viðskiptajöfra samtímans að eiga viðskipti við banka á Kýpur og skrá fyrirtæki á Kýpur. Þeir eru ófáir íslenzku viðskiptajöfrarnir, sem hafa haft tengsl þangað á undanförnum árum.

Nú er svo komið að bankarnir á Kýpur riða til falls. Einn þeirra þarf að verða sér úti um 1,8 milljarða evra ekki síðar en snemma í júní. Í gær tók ríkisstjórnin á Kýpur ákvörðun um að veita bankanum ábyrgð fyrir hlutafjárútboði, sem nemur þeirri upphæð. Það er talið mjög áhættusamt fyrir ríkisstjórn landsins því að upphæðin nemur um 12% af vergri landsframleiðslu Kýpur.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að viðkomandi banki hafði reynt að afla fjár í Rússlandi og jafnvel í Kína. Ástæðan fyrir því að bankinn leitaði til Rússa er einföld. Ekkert eitt ríki hefiur jafn mikil fjármálaleg áhrif á Kýpur og Rússland. Reyndar eru þau áhrif svo mikil að fróðir menn halda því fram að líkja megi Kýpur við eins konar rússneskt leppríki þótt með öðrum hætti sé en leppríki Sovétríkjanna fyrr á árum.

Ástandið í Grikklandi hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á Kýpur enda mikil tengsl á milli eins og vonlegt er. Fari Grikkland út af evrusvæðinu munu bankarnir á Kýpur hrynja vegna þess að þeir eiga svo mikið af grískum ríkisskuldabréfum.

Stjórnarformaður bankans, sem nú leitar að 1,8 milljarði evra fyrir júníbyrjun er fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann er líka fyrrverandi háttsettur starfsmaður Alþjóðabankans. Hann sagði umbúðalaust í viðtali viðBBC í gær, að til þess gæti komið að Kýpur yrði að leita neyðaraðstoðar ESB/AGS/SE. Það þýðir harða skilmála fyrir Kýpur, sem vafalaust verður ekki auðveldara að framkvæma en á Grikklandi.

Kýpur er lýsandi dæmi um að það er nákvæmlega ekkert að marka það, sem talsmenn evrunnar á Íslandi halda fram. Evran bjargar engu fyrir smáríki, sem lenda í vanda.

Er ekki kominn tími til að Össur Skarphéðinsson fari í opinbera heimsókn til Kýpur?

Hann ætti að taka aðalsamningamann Íslands við ESB með.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS