Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, gaf athyglisverða yfirlýsingu í eldhúsdagsumræðunum í gærkvöldi. Hann sagði að verkefnið væri nú að ná samkomulagi um dagsetningu þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem spurningin yrði:
„Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?“
Ögmundur viðurkenndi að hann og skoðanabræður hans hefðu ekki séð fyrir þá vegferð, sem þjóðin hefði lagt í með aðildarumsókninni að ESB og heldur ekki þá sundrungu, sem sú umsókn hefði skapað í samfélaginu.
En svo bætti ráðherrann við að hann vildi ekki hlaupa frá þessu verkefni, þ.e aðildarumsókninni. Hvað á hann við? Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur þá ekki í augum uppi að verkefninu yrði þar með snarlega lokið? Því verður ekki trúað að Ögmundur telji að slík þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að vera „ráðgefandi“.
Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn, sem erfitt er að festa hendur á yfirlýsingum Ögmundar Jónassonar um aðildarumsóknina að ESB en að þessu sinni er ástæða til að taka ráðherrann á orðinu.
Nú eiga forystumenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og aðrir þingmenn, sem andvígir eru aðild Íslands að ESB að horfa fram hjá síðustu setningunni eins og hún hafi aldrei verið sögð og óska eftir viðræðum við Ögmund Jónasson um dagsetningu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hann leggur til að fari fram.
Slík ósk á að koma fram strax í dag.
Í ljósi atkvæðagreiðslunnar, sem fram fór á dögunum um tillögu Vigdísar Hauksdóttur og yfirlýsinga þingmanna Hreyfingarinnar í því sambandi er ljóst að náist samkomulag við Ögmund er kominn meirihluti á Alþingi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB fyrir næstu kosningar.
Þessu tækifæri má ekki glutra niður.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...