Mánudagurinn 28. september 2020

Fyrst Icesave, síđan ESB - Steingrímur J. gengur erinda Samfylkingar­innar


Björn Bjarnason
1. júní 2012 klukkan 10:50

Atli Gíslason og Jón Bjarnason sátu í ţingflokki vinstri-grćnna (VG) voriđ 2009 ţegar unniđ var ađ gerđ Icesave-samningsins undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar. Vakti mikla athygli hve hratt ţeir félagar unnu ađ málinu og hve mikil áhersla var lögđ á ađ knýja fram samţykki viđ samninginn, helst umrćđulaust 5. júní 2009. Textanum sjálfum héldu ţeir Steingrímur J. og Svavar leyndum, einhver sem kom höndum yfir hann laumađi honum í ómerktu umslagi inn á fréttastofu ríkisútvarpsins 17. júní 2009.

Atli Gíslason hefur nú gefiđ skýringu á ţví hvers vegna ţessi asi var á Steingrími J. og Svavari. Icesave-samningur ţeirra var ađgöngumiđi ađ stjórnarsamstarfi viđ Samfylkinguna..

Í tilefni af nýrri tillögu Atla og Jóns til ţingsályktunar um ađ ađildarumsóknin ađ ESB verđi afturkölluđ og ekki verđi haldiđ af stađ ađ nýju án samţykkis í ţjóđaratkvćđagreiđslu sem stađfestir vilja ţjóđarinnar til ađildar segir Atli viđ Morgunblađiđ 31. maí:

„Icesave-samningurinn sem var lagđur fram í júní 2009 var skilgetiđ afkvćmi [ESB] umsóknarinnar. Samningurinn var skilyrđi ţess ađ umsóknin yrđi móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.

Ţađ kom flatt upp á marga ađ samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagđi í apríl sama ár ađ ţađ lćgi ekkert á ađ semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. ađ stjórnarsamstarfi og ráđherradómi og hluti af ađildarumsókninni sem aftur skýrđi leyndina. Á síđari stigum málsins kom ESB međ virkum hćtti inn í dómsmáliđ fyrir EFTA-dómstólnum.“

Ţessi skýring Atla kemur heim og saman viđ alla framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur í Icesave-málinu. Ţađ mátti aldrei halda málstađ Íslendinga fram á ţann hátt ađ skćrist í odda viđ Breta og Hollendinga. Markmiđiđ var ađ halda friđ svo ađ máliđ spillti ekki fyrir ESB-ađildarumsókninni.

Ţađ er hluti af blekkingariđjunni og yfirhylmingunni í ESB/Icesave-málinu ađ láta eins og engin tengsl hafi veriđ á milli ţessara mála á pólitískum vettvangi. Nú hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tekiđ ţađ í sínar hendur međ stuđningi framkvćmdastjórnar ESB. Štefan Füle, stćkkunarstjóri ESB, talar tungum tveim um Icesave eins og annađ, ESB sé ekki ađili ađ máli gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum til ađ fá Ísland dćmt heldur til ađ fá niđurstöđu um inntak ESB/EES-réttar!

Ţví betur sem rýnt er í Icesave/ESB-ferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar ţeim mun svartari verđur myndin og yfirhylmingin alvarlegri. Ábyrgđin er mest hjá ţingflokki Samfylkingarinnar sem setur ESB-máliđ enn sem skilyrđi fyrir öllu sem gert er í hinu vonlausa stjórnarsamstarfi. Samfylkingarfólki er ekkert heilagt ţegar ađ ţví kemur ađ trođa ţjóđinni inn í ESB, ţađ skal gert međ góđu eđa illu án tillits til augljósra ţjóđarhagsmuna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS