Steingrímur J. Sigfússon gerir tvíþætta aðför að sjávarútvegnum með frumvörpum sem liggja nú fyrir alþingi. Annars vegar vill hann hækka skatta á útgerðina, hins vegar vill hann eyðileggja kerfið um stjórn fiskveiða.
Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins fimmtudaginn 30. maí að með fyrirhuguðum frumvörpum ríkisstjórnarinnar sé stigið skref í þá átt að búa íslenskum sjávarútvegi lakari rekstrarskilyrði en gengur og gerist í heiminum, ekki síst meðal okkar helstu samkeppnisaðila á alþjóðlegum fiskmörkuðum - Noregi, Kanada og Nýja-Sjálandi. Ragnar segir:
„Afleiðing þessa, ef til framkvæmda kemur, getur ekki orðið önnur en ein. Íslenskur sjávarútvegur verður að gefa eftir í samkeppninni um bestu markaðina. Hann hrekst út af þeim mörkuðum vegna þess að hann mun ekki geta keppt við samkeppnisaðilana í verði og síðan er fram líður í gæðum þegar minni fjárfestingar hér á landi fara að segja til sín. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta að öðru óbreyttu minni útflutningstekjur en ella hefði orðið og þar með minna framlag sjávarútvegsins í þjóðarbúið. Allir munu tapa.“
Íslendingar hafa sömu reynslu og aðrar þjóðir að of há opinber gjöld drepa þann sem á að inna þau af hendi. Skynsamlegt samkomulag verður að ríkja um töku auðlindagjalds enda miði gjaldtakan að því að styrkja þjóðarhag en ekki drepa þann sem á að greiða.
Alvarlegasti þátturinn í tillögum Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra snýr að því að hann ætlar að eyðileggja fiskveiðistjórnunarkerfið. Hann ætlar að brjóta undirstöður aflamarkskerfisins, kvótakerfisins, með aðstoð þingmanna Samfylkingarinnar á borð við Ólínu Þorvarðardóttur.
Ragnar Árnason segir réttilega í fyrrnefndu viðtali að í ljósi alþjóðlegrar þróunar skjóti það óneitanlega skökku við að á Íslandi séu núna uppi áform hjá stjórnvöldum að eyðileggja aflamarkskerfið: „Hvergi í heiminum sem mér er kunnugt um eru áform uppi um að veikja gildandi aflamarkskerfi. Þvert á móti er verið að undirbúa frekari innleiðingu nýrra aflamarkskerfa víða um heim,“ segir Ragnar.
Hér á Evrópuvaktinni birtist frétt 1. júní um að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, sækti nú stuðning til stjórnvalda í Washington í baráttu sinni fyrir aflamagnskerfi og framsalsrétti á kvóta innan ESB-ríkja. Talsmenn ríkisstyrktra útgerða sem stunda ofveiði af mestu kappi í suðurhluta Evrópu beita sér af mestri hörku gegn slíku kerfi innan ESB. Verður það samningsmarkmið Steingríms J. í ESB-viðræðunum að ganga til liðs við þessa óvini kvótakerfisins?
Það er ekki nóg með að ríkisstjórn Íslands hafi á stefnu sinni að ganga í ESB og afsala þjóðinni ráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Sjávarútvegsráðherra skipar sér í fylkingu helstu skemmdarvarga í fiskveiðum innan ESB.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...