Innviðir Evrópusambandsins eru frumskógur og Ísland mundi fljótt týnast í þeim frumskógi og þeir 320 þúsund einstaklingar, sem hér búa þar með. Þær umræður, sem nú fara fram í aðdraganda leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna síðar í vikunni vekja hins vegar upp spurningar um hvort Evrópusambandið sé ekki bara frumskógur heldur líka botnlaust fen, sem enginn á eftir að komast upp úr.
Þetta frumskógarfen er orðið til úr langri sögu samskipta ríkjanna á meginlandinu, sem fáir eða nokkrir skilja nema hinir innmúruðu og innvígðu svo að notað sé vinsælt orðalag. Í athyglisverðri fréttaskýringu í Wall Street Journal í dag er því haldið fram, að það ríki, sem raunverulega standi gegn nauðsynlegum ráðstöfunum til að ná tökum á vanda evrusvæðisins sé ekki Þýzkaland, heldur Frakkland. Ástæðan sé sú, að Frakkar hafi alltaf verið andvígir því að framselja meira af fullveldi sínu til Evrópusambandsins. Þeir kjósi samskipti milli ríkja en ekki fyrirmæli frá yfirríki. Þeir sem muna daga De Gaulle gera sér grein fyrir að þetta mat WSJ er rétt.
Blaðið segir það hættulega sjálfsblekkingu að halda að hægt sé að sameina skuldir evruríkja án þess að þau gangi í pólitískt bandalag um leið. Að setja upp ríkisfjármálabandalag og bankabandalag án pólitísk bandalags væri ekki lausn heldur mundu mistökin, sem gerð voru við stofnun myntbandalagsins ná nýjum hæðum.
WSJ bendir á, að Grikkir hafi ekki staðið við að framkvæma þá skilmála, sem þeim voru settir fyrir frekari lánveitingum. Umbætur Montis á Ítalíu, sem hafi farið vel af stað séu að fjara út. Spánn hafi með hangandi hendi lagt fram ófullnægjandi tillögur um breytingar á bankakerfinu. Þegar ríkisstjórnir sýni vilja til að gera það sem gera þurfi taki kjósendur til hendi. Þess vegna vilji ný grísk rikisstjórn ekki segja upp einum einasta opinberum starfsmanni, þótt lofað hafi verið að segja upp 150 þúsund í þeim hópi.
Í þessu samhengi segir WSJ að ekkert vit sé í að samþykkja að sameina skuldir evruríkja án pólitísk bandalags, sem þýðir að allar meginákvarðanir í málefnum aðildarríkja eru færðar frá viðkomandi ríkisstjórnum og þjóðþingum til nýrrar yfirstjórnar.
Að halda að íslenzkir stjórnmálamenn og embættismenn eigi eitthvert erindi inn í þetta frumskógafen er jafn mikill barnaskapur og sá boðskapur, sem nú heyrist frá Bessastöðum, að kínverskir ráðamenn streymi til Ísland til að leita ráða hjá núverandi forseta Íslands!
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...