Mánudagurinn 18. janúar 2021

ESB-leynimakkið skýrt: Fyrst mátað í Brussel síðan sagt í mótun


Björn Bjarnason
26. júní 2012 klukkan 09:54

Hér hefur oftar en einu sinni verið vakið máls á því að innan utanríkisráðuneytisins sé unnið að því að móta samningsmarkmið Íslands í því sem kallaðir eru „erfiðustu“ eða „viðkvæmustu“ kaflarnir í ESB-aðildarviðræðunum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. Tilgangurinn er að útiloka andstöðu ESB við samningsmarkmiðin. Utanríkisráðuneytið semur fyrst við sjálft sig til að þóknast ESB. Aðferðinni verður ekki leynt eins og sannast hefur í tveimur tilvikum.

Hið fyrra er að hinn 2. apríl 2012. Franz Cermak frá stækkunardeild ESB sat fund í Reykjavík undir stjórn Timos Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Cermak skýrði frá því að íslensk stjórnvöld hefðu þegar skilað ESB drögum að viðbrögðum sínum við skilyrðum ESB fyrir að opna viðræður um landbúnaðarkaflann. Þessi drög höfðu ekki verið kynnt samningshópi um landbúnaðarmál og var það ekki gert fyrr en 7. maí

Hið síðara er frá 22. júní 2012. Þá skýrði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra frá því á ríkjaráðstefnu í Brussel að samningsafstaða Íslands hefði verið mótuð. Hann iðaði í skinninu eftir að fá að máta hana við að minnsta kosti umgjörð ESB-afstöðunnar. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, og Kolbeinn Árnason, formaður samningshóps í sjávarútvegsmálum, staðfestu í samtölum við Morgunblaðið sem birtust laugardaginn 23. júní að innan stjórnarráðsins hefðu menn unnið að því að semja samningsmarkmiðin í sjávarútvegsmálum.

Flest bendir til að pólitíska umboðið til að hefja þessa mátun á samningsmarkmiðum Íslands í Brussel hafi fengist eftir að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hitti framkvæmdastjórnarmenn ESB í Brussel 25. janúar 2012. Sé unnið á þennan hátt innan stjórnarráðsins án vitundar og vilja ráðherra viðkomandi málaflokka eru stjórnarhættir undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur enn rotnari en áður var vitað.

Hið einkennilega í þessu máli öllu er að stjórnmálamenn í öllum flokkum láti sér þessi vinnubrögð lynda. Um Árna Þór Sigurðsson þarf ekki að ræða. Hann er þátttakandi í laumuspilinu. Hvað með alla hina? Sérstaklega þó stjórnarandstöðuna - ætlar hún að láta taka sig í bólinu? Hve oft og rækilega þarf að lýsa þessum ólýðræðislegu vinnubrögðum til að málsvarar lýðræðis snúist til varnar?

Forystumenn Bændasamtaka Íslands hafa andmælt gegn þessum vinnubrögðum og eiga þeir hrós skilið fyrir einarða og málefnalega afstöðu sína. Láta fulltrúar LÍÚ og sjómanna láta sér vinnubrögðin lynda?

Utanríkisráðherra handvaldi fólk í samráðsnefnd sem átti að verða tengiliður ráðuneytis hans og almennings. Hvaða blekkingarleikur er stundaður á þeim vettvangi? Eða er fólkið sem átti að miðla upplýsingum um samfélagið orðið samdauna þeim sem vilja fyrst máta í Brussel og síðan knýja fram niðurstöðu á heimavelli með óljósu tali um sérlausnir?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS