Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Náði brezka bankasvindlið til Íslands?


Styrmir Gunnarsson
29. júní 2012 klukkan 11:03

Bankahneykslið í Bretlandi er meiriháttar hneyksli og líklegt til að vinda upp á sig og verða að alþjóðlegu hneyksli. Í grunninn snýst það um, að nokkrir bankar hafa fiktað við Libor-vextina, markaðurinn hafi ekki ráðið, heldur þröngir hagsmunir þeirra sjálfra. Í þessu felst stórfelld misnotkun aðstöðu. Og minnir á meinta markaðsmisnotkun banka hér.

Í Bretlandi er nú spurt hvaða áhrif þetta athæfi hafi haft á almenna borgara og fyrirtæki þar í landi. Hvort vaxtasvindlið hafi leitt til þess að allt samfélagið hafi borgað meira en ella, hvort bankamennirnir hafi í raun farið ofan í vasa almennings í landinu og sópað til sín fé.

Stjórnmálamönnum í Bretlandi varð strax ljóst í gær, þega upplýst var um sektargreiðslur Barclays-banka vegna þessa svindls um hvers konar stærðargráðu er að ræða. Osborne, fjármálaráðherra tilkynnti þegar í stað, að hann mundi skoða möguleika á stofnun sérstakrar rannsóknarnefndar fyrir opnum tjöldum á borð við Levenson-yfirheyrslurnar yfir fjölmiðlamönnum og stjórnmálamönnum þar í landi. Leiðtogi Verkamannaflokksins krefst glæparannsóknar á starfsháttum Barclays-banka.

Hér á Íslandi hljótum við að spyrja í ljósi náinna tengsla íslenzkra banka við brezka bankaheiminn, hvers konar áhrif þessi svindlstarfsemni hafi haft hér. Var kannski líka farið ofan í vasa íslenzkra borgara.

Það er óhjákvæmilegt að skoða áhrif þessa máls hér.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS