Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Ástandið á evru­svæðinu versnar stöðugt-vita Jóhanna og Össur af því?


Styrmir Gunnarsson
23. júlí 2012 klukkan 10:07

Staðan á evrusvæðinu versnar stöðugt. Gagnstætt því, sem einhverjir héldu og fréttastofa RÚV kynnti sem tímamótasamkomulag virðist leiðtogafundur ESB-ríkjanna og síðar næturfundur leiðtoga evruríkjanna í lok júní engu hafa skilað. Þvert á móti hefur ástandið versnað stöðugt síðan.

Nú er svo komið að þolinmæði leiðtoga annarra evruríkja gagnvart Grikklandi virðist þrotin. Um helgina töluðu bæði utanríkisráðherra og fjármálaráðherra Þýzkalands á þann veg, að lengra yrði ekki gengið til móts við Grikki. Einn af leiðtogum hinnar nýju ríkisstjórnar í Grikklandi varaði fólk við því í sjónvarpsviðtali í gærmorgun að sú hætta væi ekki liðin hjá að Grikkir yrðu að yfirgefa evrusvæðið.

Til viðbótar koma fréttir þýzka tímaritsins Der Spigel, sem ekki hafa verið staðfestar, þess efnis, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi látið það berast að sjóðurinn muni ekki taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands.

Enn alvarlegra er þó ástandið á Spáni, sem er eitt stærsta efnahagskerfið innan evrusvæðisins. Á föstudag fór ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk skuldabréf upp í 7,28% og í morgun, mánudagsmorgun var hún komin upp í 7,55%. Það er algerlega óhugsandi að spænska ríkið geti staðið undir slíkum fjármögnunarkostnaði.

Einn af sérfræðingum hins virta skóla London School of Economics spáir því nú að spænska ríkið muni óska eftir neyðaraðstoð frá ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu í haust en þá þurfa Spánverjar að endurfjármagna 27 milljarða evra í lánum.

En þar til viðbótar hljóta að vakna spurningar um getu annarra evruríkja til að koma Spáni til aðstoðar. Peningarnir eru ekki óþrjótandi og þýzkur almenningur er orðinn þreyttur á að lána peninga til annarra þjóða. Það sama á við um Finna og Hollendinga og vafalaust fleiri þjóðir á evrusvæðinu. Og jafnvel þótt stjórnvöld vilji er ekki víst að þau treysti sér til af pólitískum ástæðum að ráðast í þá kostnaðarsömu aðstoð, sem líklegt er að Spánverjar þurfi á að halda.

Róm brennur en þeir vita ekki af því í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar. Vita Jóhanna og Össur af því?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS