Laugardagurinn 23. janúar 2021

Það er hægt að tala og tala en að lokum eru það verkin sem skipta máli


Styrmir Gunnarsson
27. júlí 2012 klukkan 10:38

Það er hægt að tala og tala og allt talið veitir stundum stundarfrest frá vandamálunum en að lokum eru það bara verkin sem skipta máli. Frammi fyrir þessum veruleika standa forráðamenn evrusvæðisins nú. Eftir hrun í viðskiptum með spænsk ríkisskuldabréf fyrir og eftir helgi fóru spænskir ráðamenn í ferðalag til Berlínar og Parísar. Þeir töluðu og töluðu og svo byrjaði Mario Draghi að tala, enn einu sinni. Allt þetta tal varð til þess að róa fjármálamarkaði en það mun ekki standa lengi eins og bæði Spánverjar og aðrir eiga eftir að upplifa á næstunni.

En forráðamenn evruríkjanna eru ekki þeir einu, sem standa frammi fyrir þessum vanda. Það gera Bretar líka. Efnahagslægðin í Bretlandi dýpkar hratt. Þeir félagar Cameron og Osborne, sem einn þingmaður Íhaldsflokksins kallar að vísu puntudrengi hafa talað mikið frá því að þeir tóku við völdum og þeir hafa raunar gert meira, þeir hafa látið verkin tala með miklum niðurskurði, sem ekki var vanþörf á því að ríkissjóður Bretlands er ekki betur staddur en ríkissjóður Íslands, en það hefur samt ekki dugað til.

Þeir geta að vísu vísað til þess að evrukreppan hafi sífellt meiri áhrif á brezkt efnahagslíf, sem eðli málsins samkvæmt er mjög háð stöðu efnahagsmála á meginlandi Evrópu. En þær afsakanir duga lítið, þegar kemur að því að útskýra stöðuna fyrir brezkum almenningi.

Bandarískir ráðamenn standa líka frammi fyrir því, að efnahagskerfið vestan hafs virðist ekki ætla að ná sér á strik. Obama hefur valdið vonbrigðum og sennilega byggjast vonir hans um endurkjör á því, að fólki lítist misjafnlega á frambjóðanda repúblikana í forsetakosningunum í nóvember.

Kjarni málsins er auðvitað sá, að ráðamenn vestrænna ríkja standa frammi fyrir efnahagsvanda, sem er ekki auðleystur og verður ekki leystur á skömmum tima. Skuldir þjóða, fyrirtækja og heimila hverfa ekki. Þær eru undirrót þessa vanda.

Þeir sem hafa hvatt til aðildar Íslands að Evrópusambandinu virðast fyrst og fremst vera að leita eftir skjóli frá veðrum og vindum. En nú er komið í ljós að þar er ekkert skjól að fá.

Það mundi skipta miklu máli fyrir íslenzku þjóðina að taka af skarið í þessu máli og segja skýrt og skorinort að við ætlum að finna okkar eigin leið út úr þessum vanda en ekki gera annarra vanda að okkar eigin umfram það, sem óhjákvæmilegt er vegna viðskipta okkar við þessar þjóðir.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS