Laugardagurinn 16. janúar 2021

Einstakt tækifæri fyrir Sjálfstæðis­flokkinn


Styrmir Gunnarsson
29. ágúst 2012 klukkan 09:40

Tilraun Vinstri grænna til að láta eitthvað að sér kveða í baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu er runnin út í sandinn. Þeir tóku ekki af skarið á flokksráðsfundi sínu, eins og margir gerðu sér vonir um bæði innan flokksins og utan að þeir mundu gera. Að vísu má gera ráð fyrir að þeir setji á svið einhvers konar samtöl við Samfylkingu um málið en það er alveg ljóst að Steingrímur J. Sigfússon er ekki tilbúinn til að láta skerast í odda. Jafnframt fer ekki á milli mála, að markmið núverandi stjórnarflokka er að halda áfram eftir kosningar með þriðja hjól undir vagni. Að fenginni reynslu eru meiri líkur en minni á því að ef það gerist haldi aðlögunarferlið að Evrópusambandinu áfram.

Þessi staða veitir Sjálfstæðisflokknum einstakt tækifæri til þess að verða hin raunverulega brjóstvörn þeirra, sem eru andvígir aðild. Sjáfstæðisflokkurinn hefur möguleika á því að fá stuðning kjósenda, sem hingað til hefðu aldrei getað hugsað sér að kjósa þann flokk en geta hugsað sér það nú vegna ESB-málsins.

Til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að setja ESB á oddinn í öllum málflutningi sínu fram að kosningum og sýna með ótvíræðum hætti að einlæg sannfæring sé að baki. Það á ekki að vera erfitt vegna þess að sannfæring grasrótarinnar í Sjálfstæðisflokknum fer ekki á milli mála, þegar kemur að spuringunni um aðild.

Það sem hins vegar getur þvælzt fyrir Sjálfstæðisflokknum í þessum málum eru sérhagsmunir einstakra hópa sem hafa áhrif innan flokksins.

Það eru þjóðarhagsmunir að Ísland standi utan ESB. Þegar kemur að þjóðarhagsmunum hljóta sérhagsmunamál einstakra þjóðfélagshópa að víkja.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS