Eins og við mátti búast eru viðbrögð fjármálamarkaða jákvæð vegna ákvörðunar Seðlabanka Evrópu í gær um að hefja á ný kaup á skuldabréfum nokkurra evruríkja, þó með svolítið öðrum formerkjum en áður. SE keypti skuldabréf bæði Spánar og Ítalíu á síðasta ári en hætti þeim kaupum svo með þeim afleiðingum að lántökukostnaður landanna tveggja rauk upp úr öllu valdi.
Nú munu þessi kaup fara fram með öðrum formerkjum. Ríkin verða að sækja um slíka aðstoð. Henni fylgja skilmálar og kaupin verða bundin við eftirmarkað og bréf til skemmri tíma, þ.e. til eins til þriggja ára.
Hverju breytir þetta? Seðlabanki Evrópu kveðst muni grípa til mótaðgerða þannig að kaupin auki ekki peningamagn í umferð og ýti þar með undir aukna verðbólgu. Auðvitað skiptir máli að lántökukostnaður Spánar og Ítalíu lækki en þar með er vandi evruríkjanna ekki leystur, þótt aðkallandi lausafjárvandi þessara ríkja verði ekki jafn erfiður og hann hefur verið síðustu mánuði.
En grundvallarvandi evruríkjanna leysist ekki með þessum aðgerðum. Margir af núverandi ráðamönnum innan Evrópusambandsins eru þeirrar skoðunar að hann verður ekki leystur nema með meiri sameiningu þessara ríkja, sem þýðir um leið meira afsal þeirra á fullveldi.
Er allsherjar stuðningur við það innan Evrópu? Eru Þjóðverjar og Frakkar tilbúnir til að ganga saman í eina sæng? Eru Spánverjar, Ítalir og Grikkir tilbúnir til að sameinast Þýzkalandi og Frakklandi? Eru þjóðirnar fjórar á Bretlandseyjum tilbúnar til að ganga inn í slíkt sambandsríki? Eru smáþjóðirnar á Norðurlöndum tilbúnar til þess?
Þetta eru þær stóru spurningar, sem þessar þjóðir standi frammi fyrir. Þegar horft er til sögu þeirra eru meiri líkur en minni á því að svar þeirra flestra ef ekki alllra verði nei.
Það eru jafnframt meiri líkur en minni á því, að eftir nokkrar vikur verði hrifningin yfir því að Mario Draghi hafi keyrt í gegn ákvörðun um skuldabréfakaup bankans gegn vilja Þjóðverja ekki jafn mikil og hún er nú á þessum degi. Það er ekki hægt að grípa til svona aðgerða með Bundesbank á móti þeim, þegar til lengri tíma er litið.
Evrópusambandið hefur siglt í strand og það er ekkert víst að það takist að ná því af strandstað
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...