Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf ESB-aðildarferlið naut ákvörðunin víða stuðnings af því að menn töldu sig geta fullyrt að Íslendingar yrðu mun betur settir með evru en íslensku krónuna. Fullyrðingarnar áttu ekki við nein haldgóð rök að styðjast heldur þrá eftir stöðugleika og öryggi sem talið var að hefði brostið þegar ofur-skuldsettir íslenskir bankar áttu ekki lengur aðgang að ódýru lánsfé. Hrikalegur skjálfti fór um alþjóðlega fjármálakerfið og þeir hrundu fyrst sem sem stóðu á brauðfótum, í þeim hópi voru stóru íslensku bankarnir.
Sagan frá 2008 sýnir að líklega hefði farið eins fyrir bönkunum hefði Ísland verið innan ESB og með evru. Þeir hefðu átt greiðan aðgang að ódýru lánsfé og síðan lent í sömu stöðu og bankar á Írlandi, Grikklandi, Portúgal, Spáni, Kýpur, Slóveníu og Slóvakíu. Munur á Íslandi og þessum evru-löndum er sá að íslensk stjórnvöld hafa peningavaldið í hendi sér og gátu sett lög, neyðarlögin, sem lögðu allt annan grunn að endurreisn Íslands en gert hefur verið í evru-ríkjunum þar sem ríkisstjórnir eru teknar í bóndabeygju og neyddar til aðgerða sem þeim reynist ókleift að framkvæma eins og best hefur sannast á Grikklandi. Skattborgarar eru þrautpíndir og atvinnuleysi magnast í meira en 50% hjá ungu fólki á Grikklandi og Spáni.
Annars vegar hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekist að halda lífi í pólitískri lygasögu um það sem gerðist hér á landi haustið 2008 og þó sérstaklega aðdraganda þess og ábyrgð hins vegar hefur ESB-armi ríkisstjórnarinnar og málsvörum ESB-aðildar utan stjórnarflokkanna tekist að halda lífi í lygasögu um að allur efnahagsvandi Íslendinga leystist með því að ganga í ESB og taka upp evru.
Frá árinu 2010 hefur Seðlabanki Íslands unnið að gerð skýrslu um valkosti Íslendinga í gjaldmiðilsmálum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur hvað eftir talað um skýrsluna á þann veg að í henni fengist staðfesting á réttmæti þess að sækja um aðild að ESB til lausnar á efnahags- og peningavanda þjóðarinnar. Skýrslan, 622 bls., kom út mánudaginn 17. september. Þar má finna á íslensku mikinn fróðleik á einum stað sem til þessa hefur þurft að safna og lesa á erlendum tungumálum. Að því leyti er fengur að þessari skýrslu.
Seðlabanki Íslands svarar hins vegar ekki spurningunni um evru-aðild á þann veg sem ESB-sinnar hefðu kosið þótt Össur Skarpshéðinsson utanríkisráðherra segist hæst ánægður með skýrsluna. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sem segist á móti evru-aðild lýsir einnig mikilli ánægju með skýrsluna, hún sýni að ekki sé endilega verra að nota krónu áfram en taka upp evru. Hvorugur las skýrsluna áður en þeir gáfu yfirlýsingar sínar en þær benda hins vegar til þess að niðurstaða skýrsluhöfunda breyti ekki neinu frá því sem áður var vitað, að ganga í ESB til að taka upp evru feli ekki í sér neina einhlít lausn á vanda Íslendinga. Skýrslan styrkir því málstað þeirra sem segja að betra sé að búa við það sem menn þekkja en að ana út í óvissuna eins og ríkisstjórnin hefur því miður gert með ESB-aðildarumsókninni.
Hafi Jóhanna Sigurðardóttir sagt eitthvað um skýrslu Seðlabanka Íslands eftir að hún birtist hefur það ekki vakið neina athygli. Kannski dettur engum í hug að spyrja hana að neinu í sambandi við málið, hún viti ekkert meira um það eftir útkomu skýrslunnar en áður. Spurning er hins vegar hvað forsætisráðherra nefnir næst sem átyllu fyrir að taka ekki afstöðu eða hafa skoðun. Hún getur ekki lengur talað um að skýrsla frá Seðlbanka Íslands sé væntanleg um gjaldmiðlamál og þess vegna ætli hún ekki að ræða þau.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...