Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og talsmenn aðildar að Evrópusambandinu hér á Íslandi og um leið talsmenn upptöku evru í stað íslenzku krónunnar halda því fram, að með hvoru tveggju mundu Íslendingar nái meiri stöðugleika í efnahagslíf þjóðarinnar kemur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fram á sjónarsviðið og segir að fjárhagslegum stöðugleika í heiminum stafi ekki eins mikil hætta af nokkru eins og evrusvæðinu og kreppunni þar.
Hvernig má það vera að aðild að ESB og upptaka evru mundi tryggja fjárhagslegan stöðugleika hér, þegar hið sama er að mati AGS mesta hættan, sem steðjar að stöðugleika á heimsvísu?!
Annars er ekki ástæða til að gera að gamni sínu, þegar svo grafalvarleg mál eru á ferðinni. Veruleikinn er sá, að efnahagshorfur á heimsvísu fara ekki batnandi heldur versnandi og kreppan á evrusvæðinu er ein helzta ástæða þess. Nú standa Norðurlandaþjóðirnar frammi fyrir því, að evrukreppan er að byrja að hafa áhrif á efnahag þeirra. Og það er ósköp skiljanlegt. Um þriðjungur af útflutningi Svía fer til evrusvæðisins og augljóst að þegar hvorki fólk né fyrirtæki þar hafa efni á að kaupa dregst sá útflutningur saman.
Yfirleitt hafa Írar verið taldir standa bezt þeirra evruþjóða, sem leitað hafa eftir neyðaraðstoð. Við nánari skoðun kemur í ljós, að atvinnuleysi á Írlandi er um 15% og er að aukast en ekki minnka. Nýjustu tölur sýna, að atvinnuleysi á meðal ungs fólks á Grikklandi er komið í 53%.
Samt vill Alþýðusamband Íslands feta í fótspor Íra og Grikkja og taka upp evru til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi.
Það er a.m.k. ljóst að evran mundi ekki tryggja fjárhagslegan stöðugleika heimilanna á Íslandi.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...