Föstudagurinn 23. apríl 2021

Við eigum að taka upp aukið samstarf við Sama


Styrmir Gunnarsson
9. nóvember 2012 klukkan 09:20

Hinar „gleymdu“ þjóðir norðursins láta nú stöðugt meira til sín heyra. Það á við um Grænlendinga, sem eru tæplega 60 þúsund talsins og stefna nú markvisst í átt til sjálfstæðis.Grænlendingar verða fyrirsjáanlega, þótt fáir séu, ein ríkasta þjóð heims, þegar líður á þessa öld vegna náttúruauðlinda á Grænlandi og við Grænland, sem vaxandi áhugi er á að nýta.

Þetta á líka við um Færeyinga, sem eru tæplega 50 þúsund talsins og fara sér hægt í sjálfstæðsmálum en eru komnir mun lengra en við Íslendingar í að leita að olíu og byggja upp olíuvinnslu við Færeyjar.

Báðar þessar þjóðir, Grænlendingar og Færeyingar, standa frammi fyrir því að hið gamla nýlenduveldi, Danmörk, lítur vonarauga til auðlinda þeirra en þó ber að taka fram að engan veginn er einhugur í Danmörku um slíka kröfugerð.

Og nú eru Samar að láta til sín heyra í Noregi. Þeir eru tæplega 135 þúsund og hið gamla landsvæði þeirra spannar fjögur lönd, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland. Athygli umheimsins beinist nú í vaxandi mæli að námuvinnslu í Samalandi. Fyrir skömmu var sagt frá því hér á Evrópuvaktinni að eins konar gullæði væri að brjótast út vegna námuvinnslu í norðurhluta Finnlands en þar búa Samar m.a. og í dag er skýrt frá því hér á Evrópuvaktinni að einn helzti pólitíski talsmaður Sama, Ailo Kesitalo, hefði á ráðstefnu í Osló sett fram köfu um að Sama-þingið hefði neitunarvald um námuvinnslu í Samalandi. Það líst stjórnvöldum í Osló ekki á.

Þessi nýja þróun smáþjóðanna á Norðurslóðum, sem við tilheyrum ætti að vekja athygli hér. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta með Grænlendingum, Færeyingum og Sömum og við eigum auðveldara með að skilja þeirra sjónarmið eins og t.d. Sama nú í sambandi við námuvinnslu en hinar fjölmennari norrænu þjóðir.

Við erum þegar í miklu sambandi við Grænlendinga og Færeyinga og ástæða til að fagna frumkvæði Norðlendinga í að byggja upp þjónustu við uppbyggingu á Grænlandi, sem sagt var frá nú í vikunni. En það er tímabært að við tökum upp nánara samband við Sama. Þeir geta notið góðs af okka reynslu við að ná yfirráðum yfir auðlindum okkar og við getum notið góðs af samstarfi við þá um málefrni norðurslóða, sem þeir og Grænlendingar þekkja betur af eigin raun en flestir aðrir,

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS