Mánudagurinn 27. júní 2022

Fór Evrópskur dagur aðgerða og einingar fram hjá ASÍ?


Styrmir Gunnarsson
14. nóvember 2012 klukkan 11:01

Í dag er Evrópskur dagur aðgerða og einingar í Evrópu, sérstaklega í Suður-Evrópu. Talið er að 40 verkalýðssamtök í 23 ríkjum taki þátt í aðgerðum í dag. Meginþungi þeirra er á Spáni og í Portúgal. Í þeim löndum tveimur er skollið á allsherjarverkfall. Mótmælaaðgerðir eru í 40 borgum og bæjum í Portúgal. Samgöngur á Spáni hafa stöðvast. Í morgun höfðu 600 flugferðir verið felldar niður. Á Ítalíu stöðvast öll vinna í fjóra klukkutíma í dag. Í Frakklandi eru 130 mótmælagöngur og fundir. Í Belgíu standa yfir aðgerðir. Mótmælaaðgerðir hefjast í Aþenu um hádegisbil og enda á aðaltorgi borgarinnar.

Hverju er verið að mótmæla? Niðurskurði og skattahækkunum, sem koma þyngst niður á jaðarríkjum evrusvæðisins og ekki sér fyrir endann á. Verkalýðssamtökin í þessum löndum telja að þessi stefna sé að leiða til fátæktar og dýpri efnahagskreppu en ella.

Ástæður fyrir þessu ástandi eru margar en ljóst að evran hefur sett aðildarríkin í spennitreyju, sem þau komast ekki úr.

Ekki fer á milli mála, að þessar aðgerðir eru mjög víðtækar. Reuters-fréttastofan telur, að milljónir manna muni taka þátt í þeim í dag.

Hins vegar hefur lítið heyrzt af því að verkalýðssamtökin á Íslandi hafi lýst samstöðu með bræðrum sínum í Evrópu. Hvað ætli valdi því að „Evrópskur dagur aðgerða og einingar“ hefur farið fram hjá Alþýðusambandi Íslands? Er ASÍ ekki aðili að margvíslegu evrópsku samstarfi verkalýðsfélaga? Hefði ekki verið við hæfi að ASÍ efndi til svo sem eins og eins fundar til þess að lýsa samstöðu með bræðrum sínum og systrum í Evrópu?

Kannski er slík samstaða ekki lengur á dagskrá Alþýðusambands Íslands. Það telur sig hafa öðrum hnöppum að hneppa í Evrópumálum.

En verkfalls- og mótmælaaðgerðir milljóna í Evrópu í dag segja sína sögu um það sem er að gerast á meginlandi Evrópu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS