Það er hægt að heyja stríð með ýmsum hætti. Sumir gera það með vopnum. Aðrir með orðum. Og enn aðrir með peningum.
Innan Evrópusambandsins stendur nú yfir stríð á milli Evrópuríkja, sem er háð með orðum og peningum en ekki vopnum. Það er mikil framför og vísbending um að Evrópuþjóðir hafi náð nokkrum þroska.
Þó er kostulegt að sjá aðalbankastjóra Seðlabanka Frakklands lýsa Bretlandi sem „aflandseyju“. Alvarlegri er þó yfirlýsing hans um að evruríkin eigi ekki lengur að láta London komast upp með að vera helzta fjármálamiðstöð evrusvæðisins. Svo bein árás á hjartað af því, sem eftir er af brezka heimsveldinu mun hafa afleiðingar, hverjar sem þær verða. Bretar munu ekki taka því með þegjandi þögninni, að samstarfsríki þeirra innan ESB reyni að kippa fótunum undan London, sem einni helztu fjármálamiðstöð heims. En frá þeim áformum er sagt á viðskiptavakt Evrópuvaktarinnar í dag.
Að sjálfsögðu er ekkert við því að segja, að þjóðir heyji samkeppni sín í milli en það er alltaf spurning um undir hvaða formerkjum slík samkeppni fer fram. Og það er augljóst að atlagan, sem Frakkar undirbúa að fjármálahverfi Lundúna er partur af aldagömlum neikvæðum straumum, sem fara fram og til baka yfir Ermasundið.
Við Íslendingar höfum aldrei tekið þátt í innbyrðis stríðum Evrópuþjóða. Það er ekki frekar ástæða til að gerast aðili að þeim, þótt þau séu nú háð með orðum og peningum en ekki vopnum.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...