Miđvikudagurinn 7. desember 2022

Sr. Örn Bárđur, oflćti, stjórnlög og ESB-ađild


Björn Bjarnason
8. desember 2012 klukkan 10:48

Ţađ er nokkur samhljómur međ áherslum ţeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, kasta lýđveldisstjórnarskránni, og hinna sem vilja ađ Ísland verđi ađili ađ Evrópusambandinu. Báđir hópar telja sig hafa tök á ađ skapa nýtt Ísland eđa réttara sagt nýja íslenska ţjóđ međ ţví ađ breyta annars vegar umgjörđ utan um stjórnarhćtti og hins vegar međ ţví ađ fullveldi ţjóđarinnar verđi lagt undir meirihlutaákvarđanir í hópi 500 milljón manna.

Ađ stjórnlagaráđsliđar líti á sig sem nýja landnámsmenn, sigurvegara í síđari heimsstyrjöldinni, Martein Lúther eđa stjórnlagafeđur á borđ viđ ţá sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkjanna svo ađ ekki sé minnst á íslenska afreksmenn má sjá í grein sem einn stjórnlagaráđsliđa, sr. Örn Bárđur Jónsson, ritar í Fréttablađiđ laugardaginn 8. desember.

Eftir ađ sr. Örn Bárđur hefur líkt sér og félögum sínum viđ hetjur fortíđar rćđst hann á ţá sem ekki eru sömu skođunar og kallar ţá „úrtölufólk“ sem vilji „snúa ţjóđinni til baka“ af ferđinni „til fyrirheitna landsins, höfum ţetta bara eins og ţađ hefur veriđ, spillt, rotiđ, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt - ó, ó, ó!“

Sr. Örn Bárđur gerir lítiđ úr tímaskorti, ţađ hafi tekiđ fámennan hóp 116 daga ađ semja bandarísku stjórnarskrána áriđ 1787, stjórnlagaráđ hafi ekki ţurft nema 115 daga. Hann lćtur ţess ógetiđ ađ í Bandaríkjunum var engin stjórnarskrá og menn höfđu frjálsar hendur viđ ađ slíta tengsl viđ stjórnarhćtti gömlu Evrópu. Ađ bera Ísland međ stjórnarskrá síđan 1874 og einstćđa lýđveldisstjórnarskrá saman viđ stöđuna í Norđur-Ameríku 1787 er út í hött. Nćr vćri ađ líta til ţess hvernig Evrópuţjóđir vinna ađ endurskođun á eigin stjórnarskrám eđa hve Bandaríkjamenn eru tregir til ađ hrófla viđ stjórnarskrá sinni. Óđagotiđ í stjórnlagaráđi eru engin međmćli međ niđurstöđu ţess.

Áriđ 2005 var stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins, saminn af forystumönnum í stjórnmálum og hugsuđum, felldur í ţjóđaratkvćđagreiđslum í Frakklandi og Hollandi. Viđvörunin sem forystumenn ESB-ríkjanna fengu ţar sannađi ţeim ađ viđ gerđ stjórnarskrár er best ađ vanda til verka og fara sér hćgt en ekki slá um sig á ţann veg sem stjórnlagaráđsliđar gera hér á landi.

Fyrir fjórum árum tóku menn ađ berja sér á brjóst međ kröfu um ESB-ađild til bjargar ţjóđinni. Yfirlćtiđ, blekkingarnar og hálfsannleikurinn vegna ţess máls kemur mönnum í koll nú ţegar ekkert hefur gengiđ eins og ţá var spáđ af ESB-ađildarsinnum. Sćktum viđ um ađild 2009 yrđum viđ í ESB áriđ 2010 var sagt.

ESB-ađildarsinnar hafa gert lítiđ úr skođunum og ţekkingu ţeirra sem telja ađ allt horfi nú á annan veg innan ESB en sumariđ 2009. Sr. Örn Bárđur gerir lítiđ ţekkingu innlendra frćđimanna og segir: „hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfrćđisviđum háskólanna, orđnir hásir viđ ađ öskra á fólk um ađ snúa viđ, fara til baka“ en fínt fólk í útlöndum gefi tillögum stjórnlagaráđs „flotta dóma“.

Ţegar sr. Örn Bárđur leiđir hugann til íslenskra frćđimanna koma í huga hans „orđ Salómons konungs, ţess vitra manns: “Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína.„

Honum verđur einnig hugsađ til lýđveldisstjórnarskrárinnar sem tćplega 100% landsmanna samţykktu áriđ 1994 og spyr: „Ćtlar ţú, ţjóđ mín, ađ snúa aftur til spýjunnar?“, ţađ er ađ halda í íslensk stjórnlög sem áttu engan hlut ađ ţví ađ fjármálamenn tóku óbćrilega áhćttu.

Hvernig vćri ađ ţýđa ţessa grein sr. Arnar Bárđar Jónssonar og senda hana til Feneyjanefndarinnar til ađ kynna henni hugarfariđ á bakviđ stjórnlagatillögurnar sem henni verđa nú kynntar?

.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS