Silvio Berlusconi notar Þjóðverja til að berja á Mario Monti, eftirmanni sínum á forsætisráðherrastóli á Ítalíu vegna þess að kannanir sýna, að jarðvegur er fyrir slíkum árásum á Ítalíu. Ný skoðanakönnun sýnir að afstaða Ítala til Þjóðverja er að harðna og að um 83% þeirra telja að áhrif Þýzkalands innan ESB séu of mikil. Sama tala var 53% í október 2011. Að auki sýna þessar kannanir að 74% Ítala telja, að Þýzkaland geri ekki nóg til að sýna samstöðu með öðrum evruríkjum.
Þær tilfinningar ESB-þjóða í garð hverrar annarrar, sem birtast annað hvort í skoðanakönnunum eða með þeim hætti að einstakir stjórnmálamenn nota svona neikvæðar tilfinningar í garð nágrannaríkja í þágu eigin pólitískra hagsmuna heima fyrir eru í raun og veru hættulegri fyrir þessi ríki en efnahagsvandi. Ef einhverjum tekst að kveikja í þessari púður tunnu er fjandinn laus. Þetta veit Berlusconi, sem hefur engu að tapa en allt að vinna. Þess vegna hagar hann sér á þann veg, sem hann gerir.
Sams konar jarðvegur er til staðar á Grikklandi en það á eftir að koma í ljós hvort einhver reynir að notfæra sér hann með jafn purkunarlausum hætti og Berlusconi ætlar greinilega að gera. Sá jarðvegur er líka til staðar á Spáni og það sama getur gerzt þar.
Evrukreppan er í fyrsta sinn frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðar að kalla fram víðtæka andbúð á Þjóðverjum og öllu því, sem þýzkt er í Evrópu. Þetta er hættulegt.
Og þótt Evrópusambandið hafi að verðleikum fengið friðarverðlaun Nóbels er ekki hægt að útiloka að það merka starf, sem unnið er á þess vegum eigi eftir að leiða til nýs ófriðar á meginlandi Evrópu.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...