Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Delors, sérlausnir Breta og EES


Björn Bjarnason
29. desember 2012 klukkan 11:43

Á ensku tala menn um „founding fathers“ meðal annars þegar rætt um bandarísku stjórnarskrána, það er þá sem sömdu hana og lögð grunn að Bandaríkjunum og stjórnkerfi þeirra fyrir meira en 200 árum. Þeir eru ekki lengur í kallfæri og í lögfræði er deilt um hvort túlka beri orð þeirra bókstaflega eða með því sem nefnt hefur verið „skapandi lögfræði“ og hefur í för með sér að dómarar setja sig í spor löggjafans.

Innan Evrópusambandsins eru einnig sagnir um „founding fathers“ og þar er Jean Monnet fremstur í flokki en hann gekk á milli stjórnmálamanna eftir síðari heimsstyrjöldina og sannfærði ráðamenn í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi um að öruggasta leiðin til að útiloka stríð milli þjóða þeirra væri að sameina stjórn þeirra á kolavinnslu og málmbræðslu. Monnet hóf „evrópska verkefnið“, að sameina Evrópuþjóðir innan Bandaríkja Evrópu.

Á níunda áratugnum kom nýr „founding father“ til sögu Evrópusambandsins, Jacques Delors. Hann var forseti framkvæmdastjórnar ESB á árunum 1985 til 1994 þegar innri markaðurinn myndaðist, samið var um evrópska efnahagssvæðið og lagður grunnur að myntsamstarfinu um evruna. Jacques Delors er enn á lífi og lætur að sér kveða í opinberum umræðum, meðal annars um Evrópusambandið og framtíð þess.

Eins og fram hefur komið hér á Evrópuvaktinni hefur Delors blandað sér í umræður um aðild Breta að ESB. Hann hefur tekið aðra afstöðu en Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sem segir að sérlausnir í þágu Breta kunni að leiða til eyðileggingar á Evrópusambandinu. Þeir eigi þess vegna að hætta öllu sérlausna-brölti. Delors er þessu ósammála og segir að Bretum sé frjálst að velja eigin leið í Evrópusamstarfinu . Vilji þeir ekki aðild að ESB vegna höfnunar á sérlausnum í þeirra þágu geti þeir gerst aðilar að evrópska efnahagssvæðinu (EES) eða hugað að tvíhliða fríverslunarsamningi.

Þegar orð og álit Van Rompuys annars vegar og Delors hins vegar eru lögð á vogarskál ESB og íhugað hvor sé áhrifameiri er enginn vafi á að Delors hefur betur. Þótt Van Rompuy gegni virðulegu ESB-embætti nýtur hann ekki virðingar Delors. Í umræðum um stöðu og framtíð ESB hefur „founding father“ meiri áhrif en maður sem valinn hefur verið í embætti vegna þess að hann minnir á mús sem læðist.

Í leiðara Morgunblaðsins sem laugardaginn 29. desember segir:

„Viðbrögð forystumanna Evrópusambandsins við viðleitni Breta til að auka sjálfstæði sitt gagnvart sambandinu gefa góða vísbendingu um hversu mikið vit er í kíkja-í-pakkann-kenningunni sem notuð hefur verið til að keyra áfram aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Eða dettur einhverjum í hug að á sama tíma og verið er að segja Bretum að þeir fái ekki undanþágur frá reglum Evrópusambandsins muni það semja við Ísland um undanþágur?“

Sérlausnastefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er dæmd til að mistakast í aðildarviðræðum við ESB. Það hafa allir með þekkingu á málefnum ESB vitað. Hafi einhver efast um gildi fullyrðinga í þessa veru árið 2009 ætti hann að hafa sannfærst nú. Van Rompuy segir að Bretar geti ekki heimtað rúsínur úr bollunni þeir verði að taka hana alla. Delors segir sérlausna-ríki eiga heima á evrópska efnahagssvæðinu. Bretum sé frjálst að fara þangað.

Þess er vænst að á næstu vikum muni David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynna ESB-stefnu ríkisstjórnar sinnar til ársins 2015. Hann ætlar sér að minnsta kosti þann tíma til að vinna að sérlausnum í þágu Breta. Á þeim tíma verður ekki samið um neinar sérlausnir við Íslendinga.

Að sjálfsögðu ber að gera hlé á ESB-aðildarviðræðunum og ekki hefja þær að nýju fyrr en þjóðin veitir umboð til þess, hafi einhver hópur manna áhuga á að hefja þær að nýju í ljósi framvindunnar innan ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS