Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því meirihuti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir Íslands hönd. Í upphafi var því heitið að umsóknarferlið yrði opið og gagnsætt. Hið þveröfuga hefur gerzt. Sagt er frá því hvaða kaflar hafa verið opnaðir og hverjum hafi verið lokað en það er í raun og veru allt og sumt. Íslenzka þjóðin veit ekkert um það, sem raunverulega hefur gerzt og er að gerast á bak við tjöldin. Einhver sagði að peningar séu eins og vatn. Þeir smjúgi um allt. Peningar frá Evrópusambandinu smjúga um allt íslenzka stjórnkerfið án þess að þjóðin geri sér nokkra grein fyrir því, sem er að gerast. Ísland er að sogast inn í kerfi ESB, þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé því andvígur.
Þess vegna er nauðsynlegt að stöðva þessa þróun snemma á nýju ári. Og það þarf nýr meirihluti á Alþingi að gera. Að því búnu er ástæða til að gera rækilega úttekt á því sem raunverulega hefur gerzt fram til þessa og gefa út um það eins konar hvítbók, svo að hver einasti borgari þessa lands hafi aðgang að upplýsingum um veruleikann í því, sem búið er að pukrast með undanfarna tæpa 40 mánuði á bak við tjöldin og í skúmaskotum stjórnkerfis, sem þorir ekki að segja þjóðinni hvað það hefur verið að bauka við.
Í öðrum nálægum löndum eru vaxandi efasemdir um þann farveg, sem Evrópusambandið stefnir í. Vel má vera að sá farvegur henti meginlandsþjóðunum í Evrópu. Ljóst er að miklar efasemdir eru um það í Bretlandi að stefnan í átt til Bandaríkja Evrópu henti þeim. Búast má við að áþekkar umræður eigi eftir að kom upp bæði í Danmörku og Svíþjóð.
Í Noregi eru umræðurnar byrjaðar að snúast um það, hvort EES-samningurinn henti Norðmönnum og fullt tilefni til að spyrja sömu spurninga hér á Ísland, þegar hér er komið sögu.
Ný viðhorf eru að skapast. Nýja Norðrið kallar. Það þýðir að mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að auka samstarf okkar við Grænlendinga, Kanadamenn og Bandaríkin og þá ekki sízt við Alaska. Augljóst er að við eigum að leggja stóraukna áherzlu á samstarf við Norðmenn um Norðurslóðir og það sama á auðvitað við um Rússland, sem mun leika stórt hlutverk í uppbyggingu þessa svæðis á næstu áratugum.
Þess vegna er nú tímabært að móta nýja utanríkisstefnu fyrir Ísland 21. aldarinnar. Augljóst er að það verða ekki ESB-flokkarnir, sem gera það. Þess vegna hvílir sú skylda á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeir verða að hefjast handa.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...