Í umræðum um samruna Evrópuþjóða í eins konar Bandaríki Evrópu hefur verið á það bent að ólíku sé saman að jafna tilurð Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem fólk talaði að mestu sama tungumál eða þróun í átt til Bandaríkja Evrópu, þar sem mörg og ólík tungumál eru á ferð. Þetta blasir auðvitað við, að ekki sé talað um þann vanda, sem kemur til, þegar og ef farið verður að skrifa sameiginlega sögu Evrópuríkja til kennslu í skólum Bandaríkja Evrópu. Hvernig i ósköpunum á að vera hægt að ná samstöðu um að skrifa þá sögu?
Kannski eru ólík tungumál og gjörólíkt viðhorf til sögu þessara þjóða og samskipta þeirra í milli, djúpstæðari vandi í samstarfi þeirra en togstreita um peninga, aðhald og efnahagsstefnu almennt.
En um leið er það auðvitað sameiginlegt tungumál, sem ræður því sérstaka sambandi, sem verið hefur yfir Atlantshafið á mili Bretlands og Bandaríkjanna og mun vegna tungumálsins áreiðanlega standa nánast um alla framtíð. Í samskiptum ríkja skiptir sameiginleg arfleifð öllu, eins og við vitum, þegar við horfum til Íslendingabyggða í Kanada.
Nú hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af því að Bretar kunni á leið út úr Evrópusambandinu og telja það andstætt bandarískum hagsmunum. Þetta er skiljanlegt. Það er augljóslega gagnlegt fyrir Bandaríkjamenn að hafa augu og eyru vð samningaborðið í Brussel og þeir geta treyst því, að frændur þeirra í Bretlandi munu koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við það borð.
Hitt er annað mál, hvort öðrum Evrópuþjóðum þyki þægilegt að vita af því, að stórveldið í vestri eigi sérstakan fulltrúa við það sama borð. Hagsmunir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fara ekki allltaf saman.
Öll þessi samskipti snúast um spil á milli stórvelda, gamalla og nýrra, sem stöðugt er í gangi. Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að vera peð í því tafli og á stundum getur það jafnvel verið andstætt hagsmunum smáþjóða.
Það er t.d. ekki endileg víst að það hefði verið Íslendingum í hag að ná kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum. Á þeim tíma sögðu rússneskir sendimenn berum orðum að litið yrði á Ísland, sem viðbótaratkvæði Bandaríkjanna í Öryggisráðinu. Í þeim orðum fólst að Ísland yrði fyrir miklum þrýstingi úr mörgum áttum vegna mála, sem þar eru hverju sinni til meðferðar. Það hefði ekki endilega verið hagstætt fyrir Ísland að þurfa að taka afstöðu til allra þeirra mála.
Með sama hætti mundi það ekki endilega þjóna íslenzkum hagsmunum að þurfa að taka afstöðu í deilumálum Evrópuríkja innbyrðis eða á milli þeirra og Bandaríkjamanna eða þeirra og Rússa eða Kínverja, svo dæmi sé tekið.
Það er ranghugsun að halda að sæti vð borðið sé alltaf til hagsbóta. Það getur verið þvert á móti.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...