Föstudagurinn 23. apríl 2021

Það liggur ekki fyrir að tilraun ESB-ríkjanna takist


Styrmir Gunnarsson
30. janúar 2013 klukkan 11:21

Styrjöldin,sem háð var á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar sýndi á margan hátt í hnotskurn ástandið á meginlandi Evrópu í nokkrar síðustu aldar. Stöðugar erjur, óeirðir og stríð á milli nágranna, sem gert var út um með vopnum. Hryllingurinn náði hámarki þegar eyða átti fólki af Gyðingaættum fyrir aðeins 70-80 árum. Að sumu leyti var framferði hinna stríðandi fylkinga á Balkanskaga engu betra.

Þegar horft er til Balkanskaga, þar sem í raun og veru hefur ekki orðið nein grundvallarbreyting á viðhorfi fólks, hvers til annnars, þótt vopnin ráði ekki lengur ferðinni og jafnframt til þess uppnáms, sem er í Evrópu vegna tilrauna til að sameina þessar þjóðir í eitt ríkjabandalag, má velta því fyrir sér, hvort þær göfugu hugsjónir, sem lágu að baki stofnun Evrópusambandsins séu yfirleitt framkvæmanlegar.

Á Spáni vilja bæði Katalóníubúar og Baskar sjálfstæði. Á Bretlandseyjum vill stór hluti Skota sjálfstæði og meginþorri Skota vill meiri sjálfstjórn. Á Norður-Írlandi vill stór hluti sameinast írska lýðveldinu. Verulegur stuðningur er í Belgíu við að kljúfa ríkið í tvennt.

Tékkar og Slóvakar fylgdu slíkum hugmyndum eftir og komu þeim í framkvæmd í Tékkóslóvakíu. Þeir stofnuðu tvö sjálfstæð ríki. Í forsetakosningum í Tékklandi fyrir skömmu voru draugar gamallar fortíðar endurvaktir. Annar frambjóðandinn var sakaður um að tala eins og Súdeten-Þjóðverji og þar með vísað til deilna þriðja ríkisins og Tékkóslóvakíu um Súdeta-héruðin í aðdraganda heimsstyjaldarinnar síðari. Sá sami frambjóðandi var sakaður um að tala ekki nógu góða tékknesku en hann hafði alizt upp í Austurríki að mestu leyti vegna þess, að faðir hans hafði hrakizt úr landi vegna andstöðu við nazista. Spurt var, hvort Tékkar gætu þolað forsetafrú, sem talaði ekki tékknesku!

Í Grikklandi og á Ítalíu er fortíðin stöðugt rifjuð upp og þar með þriðja ríkið, þegar eitthvað bjátar á í samskiptum við Þjóðverja.

Í Bretlandi er komin upp sterk hreyfing fyrir því að yfirgefa Evrópusambandið.

Má ekki búast við að Finnar grípi fyrsta tækifæri til að gera kröfu til hluta lýðveldsins Karelíu í Rússlandi?

Sagan sækir þessar þjóðir heim svo og efnamunur. Fátækari þjóðir í Suður-Evrópu eiga erfitt með að taka við fyrirskipunum frá ríkari þjóðum í Norður-Evrópu.

Þótt tilraunir til að sameina Evrópu í eitt ríkjabandalag séu á fullri ferð væri óhyggilegt að halda að niðurstaðan liggi þegar fyrir. Þessi merkilega tilraun getur spurngið í loft upp fyrr en varir.

Það er ekkert vit í því fyrir þjóðir, sem hafa alla tíð staðið utan við þessi átök að gerast hluti af þeim.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS