Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi Heimssýnar í Norræna Húsinu í gær með formönnum stjórnmálaflokka, að hann vildi ekki afsala Evrópusambandinu fullveldi Íslands en hann vildi deila fullveldinu með ESB. Hér verður hin nýkjörni formaður að tala skýrar og hafa í því sambandi í huga sín eigin orð á landsfundi Samfylkingarinnar að hann vildi enga froðu og að hann ætlaði að segja fólki satt.
Hvernig nákvæmlega vill Árni Páll „deila“ með Evrópusambandinu fullveldi Íslands yfir fiskimiðunum í kringum landið?
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og flokksbróðir hans lýsti því yfir á Alþingi sumarið 2009 að Ísland þyrfti ekki á að halda varanlegum undanþágum frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Össur sagði hinn 16. júlí 2009:
„Varðandi þá umræðu, sem fram hefur farið um sjávarútvegsmál vil ég segja, að ég er sammála formanni Sjálfstæðisflokksins, formanni Framsóknarflokksins og hæstvirtum fjármálaráðherra (sem þá var Steingrímur J. Sigfússon) um, að við munum ekki fá varanlega undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Ég held því hins vegar fram, að við þurfum ekki slíka undanþágu. Við vitum að 70% af íslenzkum fiskistofnum eru staðbundnir. Það gerir það að verkum að staða okkar er einstök.“
Tæpum tveimur árum síðar sagði utanríkisráðherra í samtali vð Euronews orðrétt:
„Við þurfum enga sérundanþágu (special exception). Í þessu tilliti þurfum við að tryggja regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem þýðir í raun að þjóðir halda viðurkenndum hluta kvóta síns.“
Svo vill til að Evrópusambandið sjálft hefur tjáð sig um þessa reglu. Það var gert í hinni grænu bók ESB um sjávarútvegsmál, sem kom út snemma vetrar 2009. Þar segir á bls. 15:
„Í stuttu máli er sanngjarnt að segja að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ekki lengur trygging fyrir því að fiskveiðiréttindi haldist í viðkomandi landi.“
Í ljós þess sem hér hefur verið rakið og orða Árna Páls á fundi Heimssýnar í gær þarf hinn nýkjörni formaður nú að svara því, hvort hann er tilbúinn til að ganga eins langt og Össur Skarphéðinsson bersýnilega vill gera til þess að „deila fullveldi Íslands með Evrópusambandinu“.
Er Árni Páll sömu skoðunar og Össur að Ísland þurfi ekki á varanlegum undanþágum að halda frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...