Á sama tíma og Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar boðar evrutrú, sem aldrei fyrr og telur að betra sé fyrir íslenzkt launafólk að fá launalækkun í evrum en búa við sveiflur íslenzku krónunnar eru Tékkar allt annarrar skoðunar og búa þó í kjarna Evrópu með söguleg tengsl við helztu evruríkin, svo sem Þýzkaland og Austurríki.
Á heimasíðu forseta Íslands má finna eftirfarandi upplýsingar um samtal Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, við nýjan sendiherra Tékklands, sem kom til að afhenda trúnaðarbréf sitt sl. þriðjudag:
„Þá var fjallað um aðild Tékklands að Evrópusambandinu og þá breiðu samstöðu sem ríkir í landinu milli allra stjórnmálaflokka, stjórnvalda og atvinnulífs um að það þjóni ekki hagsmunum Tékklands að taka upp evru sem gjaldmiðil. Landið mun hafa sína eigin mynt á næstu árum og í nýafstöðnum forsetakosningum kom fram sá almenni vilji að evru-aðild yrði ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2017.“
Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að samkvæmt fréttum blaða í Evrópu voru báðir frambjóðendur í seinni umferð forsetakosninganna í Tékklandi fyrir skömmu miklir stuðningsmenn aukins samstarfs Evrópusambandsríkjanna. sem fráfarandi forseti hefur að hluta til verið gagnrýninn á. En ljóst er af þeim upplýsingum, sem fram koma á heimasíðu forseta, að evruaðild hefur verið mjög til umræðu í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna og þar hafa orðið til þær meginlínur, sem nýr sendiherra Tékklands hefur bersýnilega upplýst forseta Íslands um.
Kannski er tilefni til að Árni Páll takist á hendur ferð til Prag til þess að kynna sér viðhorf Tékka til evrunnar og grafast fyrir um hvers vegna þeir hafa svo mikla fyrirvara á að taka upp evru?
Og þá væri ekki úr vegi að formaður Samfylkingarinnar leggi lykkju á leið sína og komi við í Madrid og ræði þar við verkalýðsleiðtoga á Spáni um stöðu spænskra launþega. Hugsanlega ætti hann líka að fara til Aþenu og kynna sér afleiðingar þess fyrir launafólk í Grikklandi að fá stöðugt færri evrur í launaumslagið?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...