Saumað er að hálaunamönnum í Evrópu um þessar mundir.Í síðustu viku var kynnt samkomulag milli ESB-þingmanna og ráðherraráðs ESB um nýjar reglur sem setja skorður við kaupaukum til forstjóra. Sunnudaginn 3. mars samþykktu Svisslendingar í þjóðaratkvæðagreiðslu jafnvel strangari reglur gegn kaupaukum og starfslokagreiðslum en ESB.
Boris Johnson, borgarstjóri í London, telur vegið að hagsmunum borgarinnar með niðurstöðunni innan ESB. Hún hafi í för með sér að alþjóðlegir forstjórar og fjármálamenn muni leggja á flótta frá London til New York eða Singapúr.
Borgarstjórinn skrifaði grein í The Daily Telegraph þar sem hann líkti þessum ákafa gegn hálaunamönnum við tilraun til að draga athygli almennings frá kjarna málsins. Hann tók sem dæmi að á fundi væri einhver að verða undir í rökræðum og málstaður hans versnaði eftir því sem fleiri kynntu sér hann. Þá gripi hann til þess ráðs að „skella dauðum ketti á borðið“. Vissulega yrðu allir á fundinum miður sín við að sjá hræið en það skipti ekki mestu heldur hitt að umræðurnar tækju að snúast um dauða köttinn en ekki það sem máli skipti til að leysa viðfangsefni fundarins.
Johnson segir að árásirnar á hálaunamennina sé leið Brusselmanna til að draga athygli frá því að þeir geti ekki leyst evru-vandann og vilji þess vegna láta umræðurnar snúast um dauða köttinn, ofurlaunin og starfslokagreiðslunnar skipti engu máli þegar hugað sé að hinum geigvænlega vanda sem steðji að evrunni.
Hvað sem þessu sjónarmiði líður fer krafan um að sauma að hálaunamönnum eins og bylgja um Evrópu. „Lengi lifi Svisslendingar!“ hrópaði Harlem Desir, forystumaður franskra sósíalista, í útvarpsviðtali. Gleðin yfir niðurstöðunni í Sviss er ekki minni meðal þýskra jafnaðarmanna sem vilja að gengið sé lengra gegn ofurkjörum hálaunamanna en gert er ráð fyrir í ESB-samkomulaginu.
Í þýska blaðinu Der Spiegel segir að þessi afstaða jafnaðarmanna til hálaunamanna sé nýmæli. Á sínum tíma hafi Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi lagt sig fram um að lækka skatta til að laða til sín hálaunamenn. Eftir Peter Mandelson. forystumanni í breska Verkamannaflokknum, er haft: „(Við) kippum okkur alls ekki upp við að fólk verði ógeðslega ríkt – bara ef það greiðir skattana sína.“ Mandelson var viðskiptaráðherra hjá Blair og einn helsti höfundur „Nýja Verkamannaflokksins“.
Tekist verður á um þessi mál á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna fimmtudaginn 7. mars. Breski fjármálaráðherrann, íhaldsmaðurinn, mun halda fast í hagsmuni Breta. Franski sósíalistinn mun fylgja stefnu í anda ofurskattanna sem franska ríkisstjórnin vill innleiða og leitt hefur til flótta auðmanna frá Frakklandi. Þjóðverjar taka sér stöðu í miðjunni.
Það er rétt hjá Boris Johnson þetta ágreiningsmál leysir ekki vanda Gríkkja, Spánverja, Portúgala eða Ítala. Ofurlaunin eru hins vegar sjúkdómseinkenni í huga almennings, einkenni tíma sem menn vilja að sé liðinn. Við Íslendingar þekkjum þessa tilfinningu. Hún setur mikinn svip á allar umræður hér. Með því að takast á við ofurlaun má skapa þá ímynd að ráðist sé að undirrótinni. Stjórnmál skiptast ekki síður um ímyndir en veruleika. Það ætti okkur Íslendingum að vera ljóst eftir allt sem er hér er á undan gengið.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...