Laugardagurinn 31. október 2020

Bildt telur Kýpverja betur setta en Íslendinga


Björn Bjarnason
30. mars 2013 klukkan 11:38

Ţeir sem lesa vefsíđu Carls Bildts, utanríkisráđherra Svíţjóđar, sjá ađ hann hefur veriđ í Grikklandi og á Kýpur í páskavikunni. Hann lýsir efnahagsvanda Grikkja og samtölum viđ ráđamenn ţar auk ţess sem hann segir frá fundi međ forseta Kýpur og utanríkisráđherra landsins. Ţá hafi hann gengiđ međfram línunni sem skilur á milli norđur- og suđurhluta Kýpur, ţađ er gríska og tyrkneska hluta eyjarinnar.. Hann hafi einnig fariđ fram hjá bönkum án ţess ađ verđa var viđ nokkurn óróa. Hér á Evrópuvaktinni er haft eftir utanríkisráđherra Svía ađ Kýpverjar „njóti“ ţess umfram Íslendinga í kreppunni ađ hafa fengiđ 10 milljarđa evra ađ láni frá ţríeykinu, ESB, Seđlabanka Evrópu og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum.

Afarkostirnir sem Kýpverjar hafa orđiđ ađ sćta til ađ fá 10 milljarđa evru lánir eru taldir munu kippa stođum undan hinni alţjóđlegu fjármálastarfsemi sem stunduđ hefur veriđ á Kýpur. Hún hefur löngum veriđ ţyrnir í augum ráđamanna í Brussel sem ţola ekki ţađ sem ţeir kalla „aflandsstarfsemi“ á fjármálasviđinu, ţađ er fjármálaţjónustu sem fellur ekki ađ meginreglum ESB. Einmitt ţess vegna vilja Bretar skapa sér sérstöđu innan ESB og fá í sínar hendur vald sem Brusselmenn vilja sölsa undir sig.

Fyrir utan Kýpur eru Lúxemborg og Malta ríki ţar sem stjórnvöld hafa skapađ sérstöđu fyrir fjármagnseigendur. Augljóst er af öllum umrćđum ađ stjórnvöldum í ţessum tveimur litlu ESB-ríkjum stendur ekki á sama um ţau orđ sem hafa veriđ látiđ falla vegna vandrćđanna á Kýpur. Lúxemborgarar hafa til ţessa bitiđ frá sér af mikilli hörku. Skemmst er ađ minnast harđra orđaskipta sem urđu milli Nicolas Sarkozys, ţáverandi forseta Frakklands, og Jean-Claudes Junckers, forsćtisráđherra Lúxemborgar og ţáv. formanns evru-ráđherrahópsins, um skattareglur í Lúxemborg. Taldi Juncker ađ Sarkozy vildi beita sig og ţjóđ sína ofríki.

Juncker er ekki lengur formađur evru-ráđherrahópsins. Hollenski fjármálaráđherrann situr ţar og segir ađ líta megi á Kýpur, ţótt ríkiđ hafi sérstöđu, sem fordćmi, almenningur verđi ekki látinn sitja uppi međ skuldir óreiđumanna heldur verđi bankar og lánardrottnar ţeirra, ţar á međal stórir reikningseigendur ađ gera ţađ. Lúxemborgarar óttast nú ađ menn flýi međ peningana sína úr fjármálastofnunum í landi ţeirra.

Ţetta er međal annars verđiđ sem smáríki greiđa fyrir ađ vera í evru-samstarfi og ţess vegna vilja Svíar ekki taka upp evru ţótt utanríkisráđherra ferđist um og prédiki ágćti hennar. Carl Bildt hefđi átt ađ segja Kýpverjum frá ţví hvernig Svíar tóku á málum ţegar Íslendingar óskuđu eftir lánsfé frá ţeim vegna bankakreppu og sett var sem skilyrđi ađ íslensk stjórnvöld legđust flöt fyrir kröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Ţau ósanngjörnu og ólögmćtu skilyrđi voru í anda ţess sem Kýpverjar hafa orđiđ ađ kyngja til ađ fá neyđarlán frá ţríeykinu.

Ţađ er engin tilviljun ađ lán ţríeykisins nemur 10 milljörđum evra. Seđlabanki Evrópu hefur ţegar veitt Kýpverjum 9 milljarđa evru fyrirgreiđslu. Hann heimtar allt sitt til baka, ekki er um neinar afskriftir ađ rćđa ţar ţótt allt fé sé tekiđ af reikningseigendum og sumu breytt í verđlaus hlutabréf í bönkum á Kýpur.

Ađlögun ađ kröfum Brusselvaldsins lýkur ekki međ ađild ađ ESB. Kröfurnar breytast og öllum ađferđum er beitt til ađ ná ţeim fram. Málsvarar ESB-sambandsríkisins sjá ekkert ađ slíkum kröfum heldur telja ţćr fagnađarefni eins og Carl Bildt sannađi međ ummćlum sínum um Ísland og Kýpur, ríki í kreppu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS