Afstaða þeirra sem segja hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vilja samt leiða aðildarviðræður við ESB til lykta og bera niðurstöðuna undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu vekur undrun. Margt bendir til að þeir sem taka svo þverstæðukennda afstöðu til stórmáls eins og þessa geri það af tækifærismennsku, varla gera þeir það af sannfæringu. Hún getur ekki búið að baki svo yfirborðslegri afstöðu.
Stundum er sagt að þjóðin eigi „rétt“ á að lýsa skoðun sinni á niðurstöðu viðræðnanna. Þegar hugað er að þessum „rétti“ þjóðarinnar til að segja álit sitt á tengslunum við ESB er auðveldast að koma til móts við hann með því að leyfa þjóðinni að segja skoðun sína á því hvort halda beri áfram viðræðunum úr því að hún átti ekki aðild að ákvörðuninni um að fara af stað.
Rökin fyrir að bera stöðu ESB-málsins undir þjóðina núna hafa styrkst þegar í ljós er komið að fyrirheit helstu málsvara aðildarviðræðnanna frá vori 2009 um að þær mundu standa í mesta lagi í 18 mánuði hafa reynst haldlaus. Þá er einnig augljóst að annars konar meirihluti verður á alþingi eftir kosningarnar 27. apríl 2013 en stóð að gerð meirihlutaálits utanríkismálanefndar í júlí 2009 sem utanríkisráðherra og viðræðunefnd Íslands telja umboð sitt í viðræðunum. Nýju þingi ber að hafa þjóðina með í ráðum um næstu skref í ESB-málinu.
Þegar bent er á hina einföldu leið að láta þjóðina taka af skarið hvort halda beri áfram orðaskaki við fulltrúa ESB er sagt að best sé á að fá niðurstöðu í aðildarviðræðunum úr því að þær séu hafnar, annars skapist aldrei friður um málið. Það er með öðrum orðum gefið til kynna að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu eftir lyktir viðræðna séu líklegri til að slá á umræður um aðild að ESB. Þessi kenning stenst ekki. Nefna má tvær ástæður fyrir því:
Oft er sagt að þeir sem vilji ekki læra af sögunni eða reynslu annarra geti ekki kennt öðrum um þegar þeir sjálfir detta í pytti sem hefði mátt forðast með meiri aðgæslu. Viðvaranir af þessu tagi eiga mjög vel við þegar rætt er um ESB-aðild, hvort sem er hér á landi eða annars staðar.
Margir sem vilja að Íslendingar standi utan við stjórnkerfi ESB á sviði fiskimála segja í hinu orðinu að þeir vilji ljúka aðildarviðræðunum til að þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðuna. Þetta er einfaldlega skrýtnasta skoðunin af þeim öllum. Hún er reist á óraunsæi, óskhyggju eða þekkingarleysi. Hún tekur ekkert mið að reynslu eða staðreyndum. Hún er í ætt við að maður telji óhjákvæmilegt að ganga á vegg til að sannfæra sig um að hann hindri honum leið.
Að sjálfsögðu kunna menn að rata í slíkt öngstræti að þeir sjái sér þann kost vænstan að ganga á vegg. Slíka menn á þjóð hins vegar ekki að láta leiða sig hvorki í ESB-leiðangri eða endranær.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...