Það eru vísbendingar hér og þar um að hinir raunsærri í hópi aðildarsinna geri sér grein fyrir því að bezt fari á því að leggja aðildarumsóknina að ESB til hliðar og stöðva þær viðræður, sem staðið hafa yfir. Jafnframt verður að ætla að bæði aðildarsinnar og andstæðingar aðildar geti orðið sammála um að þær viðræður yrðu ekki hafnar á ný nema þjóðin sjálf hefði tekið slíka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það skiptir miklu máli, ef víðtækt samkomulag gæti orðið um þetta. Segja má að afstaðan til utanríkismála hafi nánast frá lýðveldisstofnun klofið þjóðina í tvennt. Fyrst aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin og kalda stríðið yfirleitt. Og nú seinni árin spurningin um aðild að ESB.
Þessi djúpstæði ágreiningur hefur valdið því að erfiðara hefur verið en ella að ná samstöðu um málefni innanlands, sem ekki ætti að þurfa að vera djúpstæður ágreiningur um og er þá fyrst og fremst átt við stjórn efnahags- og atvinnumála.
Sú tíð er liðin að ágreiningur sé um, hvort atvinnutæki eigi að vera í einkaeign eða ríkiseigu. Ágreningurinn nú snýr að öðrum þáttum svo sem þeim leikreglum, sem eiga að gilda á hinum frjálsa markaði.
Hið pólitíska landslag mundi gjörbreytast og viljinn til samstarfs vera mun meiri ef ágreiningsmál á borð við aðild að Evrópusambandinu yrðu lögð til hliðar. Þá gæti þjóðin einbeitt sér að innri uppbyggingu og orðið samhentari í þeim efnum.
Það er efnislega auðvelt fyrir aðildarsinna að vísa til þess að þróunin á evrusvæðinu og innan ESB síðustu árin hafi valdið svo mikilli óvissu um framtíðina að þeir sjálfir telji skynsamlegt að doka við og sjá hverju fram vindur áður en lengra er haldið.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...