Flokkur breskra sjálfstæðissinna eða fullveldissinna, UKIP, sem er í andstöðu við aðild að ESB hlaut um 23% atkvæða í sveitarstjórnakosningum á Englandi fimmtudaginn 2. maí. Þessi mikli árangur hefur valdið pólitískum jarðskjálfta í Bretlandi og sérstaklega innan Íhaldsflokksins.
David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna, sagði föstudaginn 3. maí þegar úrslitin lágu fyrir og flokkur hans var í sárum: „Það ber að sýna kjósendum UKIP virðingu.“ Hann hafði áður lýst UKIP og fylgismönnum flokksins sem „sérvitringum, furðufuglum og rasistum í dulargervi“.
UKIP-flokkurinn var stofnaður 1993 eftir að Maastricht-sáttmálinn og sameiginlega myntsamstarfið kom til sögunnar. Helsta baráttumál flokksins er að Bretar segi tafarlaust skilið við Evrópusambandið þá leggur hann einnig áherslu á harðari stefnu gegn innflytjendum.
Undanfarið hefur Íhaldsflokkurinn boðað aðgerðir til að sporna gegn komu innflytjenda til Bretlands og í janúar 2013 flutti David Cameron ræðu þar sem hann hét Bretum að þeir gætu kosið um aðild að ESB fyrir árslok 2017 yrðu íhaldsmenn þá enn við völd en kosið verður til breska þingsins 2015.
Sagan kennir Bretum að stóru flokkarnir segjast ætla að bera aðildina að ESB eða þætti tengda henni undir atkvæði kjósenda en svíkja hins vegar loforð í þá veru þegar á hólminn er komið. Margir telja því Cameron hafa búið til enn eina kosningabrelluna með loforði um þjóðaratkvæði fyrir árslok 2017.
David Davis, áhrifamaður í þingflokki íhaldsmanna, brást við útreið flokksins í sveitarstjórnakosningunum með kröfu um að þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði flýtt til að ná ESB-málinu úr höndum UKIP. Theresa May innanríkisráðherra hefur hafnað þessari hugmynd en sagt að almenningur eigi rétt á „meiri fullvissu“ um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Hér á landi bíða menn eftir nýjum stjórnarsáttmála til að átta sig á næstu skrefum í ESB-málinu. Þau hljóta að felast í fyrirheiti um að þjóðin eigi síðasta orðið um hvort haldið verði áfram á umsóknarbrautinni og úr því verði skorið á þessu kjörtímabili með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fráfarandi ríkisstjórn klúðraði ESB-umsókninni áður en hún var send til Brussel af því að hún leitaði ekki álits þjóðarinnar áður en aðlögunarferlið hófst. Án náins samráðs við íslensku þjóðina í ESB-mðálum verður til flokkur hér á landi í anda UKIP og sambærilegra flokka hvarvetna í ESB-löndunum. Almenningur sættir sig ekki við fyrirmæla- og ofríkisstefnuna frá Brussel og undirgefni heimastjórnmálamanna gagnvart Brusselvaldinu.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...