Mánudagurinn 1. mars 2021

Kirkjunnar mönnum í Evrópu ofbýður


Styrmir Gunnarsson
13. maí 2013 klukkan 11:26

Það þarf áreiðanlega mikið til að kirkjunnar menn blandi sér beint í umræður um efnahagsmál og bankamál. Þó hefur það verið að gerast í vaxandi mæli í Evrópu. Það vakti athygli, þegar unnið var að lausn á vandamálum Kýpur að erkibiskupinn þar bauð fram eignir kirkjunnar til þess að létta á vandamálum.

Nú hefur háttsettur kaþólskur biskup á Spáni kvatt sér hljóðs og lýsti þeirri skoðun að án stefnubreytingar í efnahagsmálum geti orðið þjóðfélagslegt hrun þar og reyndar einnig í öðrum ríkjum Suður-Evrópu.

Fyrir ekki löngu fluttu Erkibiskupinn af Kantaraborg erindi á vegum Biblíufélagsins í Bretlandi og hvatti þar til þess að a.m.k. einn stór banki í Bretlandi yrði brotinn upp og honum skipt í smærri einingar svæðisbundinna banka. Sami maður hefur gagnrýnt þann „kúltúr“ sem ríki í bankaheiminum og byggist að hans mati á tilætlunarsemi í eigin þágu.

Það er til marks um að kirkjan í þessum löndum telur að þessar þjóðir standi frammi fyrir alvarlegri samfélagslegri kreppu, þegar æðstu forystumenn hennar í nokkrum löndum tala opinberlega á þennan veg. Og þá er ástæða til að hlusta. Biskuparnir mundu ekki tala svona nema vegna þess að þeim ofbýður það, sem þeir sjá og fylgjast með í sínum daglegu störfum.

Fjármálakreppan er ekki lengur bara fjármálakreppa. Hún er orðin að djúpstæðri samfélagskreppu, eins og lengi hefur verið spáð að gæti gerzt.

Enn sem komið er hafa hins vegar fáar vísbendingar komið fram um að forystumenn Evrópusambandsins og evruríkjanna geri sér grein fyrir eða viðurkenni þennan veruleika.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS