Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Versnandi efnahagshorfur í evruríkjum


Styrmir Gunnarsson
15. maí 2013 klukkan 09:52

Efnahagshorfur í Evrópusambandslöndunum versna stöðugt. Í morgun voru helztu fréttir í evrópskum fjölmiðlum þær, að efnahagslægð væri gengin í garð í Frakklandi en þá er átt við að verg landsframleiðsla hafi dregizt saman í tvo ársfjórðunga í röð. Það á við um Frakkland nú, að vlf. hefur minnkað um 0,2% bæði á síðasta fjórðungi 2012 og fyrsta fjórðungi þessa árs. Þýzkalandi tekst með naumindum að skila vexti á fyrsta fjórðungi þessa árs eða 0,1%.

Þegar þessi staða í Frakklandi bætist við erfiðleika ríkjanna í Suður-Evrópu, þar sem ástandið er hvorki að batna á Ítalíu, Spáni og Portúgal en hugsanlega eitthvað í Grikklandi er auðvitað ljóst að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fer minnkandi á meginlandi Evrópu. Það er veruleiki, sem þau lönd, sem eiga viðskipti við ESB-ríkin eru þegar farin að finna fyrir og það á við um okkur Íslendinga ekki síður en aðra. Fiskverð fer lækkandi á sumum fisktegundum og minnkandi eftirspurn á mörkuðum. Fólkið í Suður-Evrópu, sem borðar saltfisk borðar ekki jafn mikinn saltfisk og áður, svo að dæmi sé nefnt.

Ástæðurnar fyrir þessu ástandi í Evrópu eru margvíslegar en evran á þar mikinn hlut að máli. Smátt og smátt hefur orðið ljóst að farið var af stað með hinn sameiginlega gjaldmiðil án þess, að upptaka hans hafi verið nægilega vel undirbúinn. Nú súpa evruríkin seyðið af því. Og alls ekki hægt að fullyrða með nokkurri vissu að evran eigi langa lífdaga fyrir höndum. Hagsmunaárekstrarnir innan ríkjahóps evrunnar eru einfaldlega of miklir og of djúpstæðir.

Fjórum árum eftir að evrunni var hampað hér sem einhverjum bjargvætti fyrir Íslendinga er löngu orðið ljóst að því fer fjarri að svo sé. En nú þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því. Innan tíðar tekur við völdum ríkisstjórn, sem stöðvar þá vitleysu sem Samfylkingin setti af stað sumarið 2009.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS