Laugardagurinn 16. janúar 2021

Um óskiljanlega þrá­hyggju Samfylkingar


Styrmir Gunnarsson
17. maí 2013 klukkan 10:02

Eftir því sem myndin af stöðu mála í Evrópu verður skýrari verður þráhyggja og evruárátta Samfylkingarinnar óskiljanlegri. Eins og fram kom hér á Evrópuvaktinni í gær hefur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, sem er eitt virtasta viðskiptadagblað í heimi komizt að þeirri niðurstöðu að nú standi yfir í Evrópu mesta efnahagslægð frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Jafnframt er ljóst af umfjöllun blaðsins, að skuldakreppan í sumum evrulandanna er miðpunktur þessarar efnahagslægðar.

Ekki eru nema nokkrar vikur liðnar frá því að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar hamaðist á því í málflutningi sínum fyrir kosningar að eina björgun Íslendinga væri að taka upp evru. Hann lofaði gulli og grænum skógum með evrunni. Lægi vöxtum. Hagstæðari húsnæðislánum. Lægra vöruverði o.sv. frv.

Veruleikinn í Evrópu, sem blasir við hverjum sem er sýnir að þetta eru staðlausir stafir. Hvað getur valdið því að Samfylkingin er haldin slíkri þráhyggju í sambandi við evruna?

Wall Street Journal heldur því fram, að það sé enginn bati á næsta leiti og ekkert ljós í myrkinu. Allar fréttir, sem berast frá Evrópu benda til hins sama. Efnahagslægðin er að dýpka og ná til fleiri landa og þar á meðal til Frakklands.

Samfylkingin hefur hins vegar enn tíma til að breyta um stefnu en sá tími er að renna út. Hún getur rökstutt breytta afstöðu með því að það sé nauðsynlegt frá hennar sjónarhóli séð að doka við og sjá hvernig Evrópuríkjunum tekst að vinna úr þeim vandamálum sem þau standa frammi fyrir. Þau vandamál hverfa ekki á nokkrum mánuðum. Angela Merkel (Mamma Merkel eins og nú er farið að kalla hana í Þýzkalandi) hefur sjálf sagt að það geti tekið áratug.

Árni Páll ætti að íhuga að breyta nú um stefnu í ESB-málum og stuðla þar með að meiri sátt í íslenzku samfélagi. Með því mundi hann líka gefa Samfylkingunni lífsvon, sem eins og nú horfir við á ekki langt líf fyrir höndum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS