Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Framkvæma­stjórn ESB og feilspor Össurar


Björn Bjarnason
25. maí 2013 klukkan 05:54

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skipulagði ferð sína til Brussel nokkrum vikum fyrir kosningar á þann veg að hann fengi örugglega fagnaðarfund með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og öðrum framkvæmdastjórum þótt þeim væri öllum ljóst að Össur hefði engin tök lengur á aðildarmálinu og þetta yrði örugglega kveðjustund með honum sem utanríkisráðherra.

Framkvæmdastjórnin lét sig hafa það að taka þátt í leikriti með utanríkisráðherra Íslands eftir kosningahandriti mannsins sem hafði tekist að klúðra aðildarmálinu á svo eftirminnilegan hátt að í stjórnmálasögu Íslands hefur enginn flokkur farið jafnilla út úr kosningum og ESB-flokkurinn, Samfylkingin, 27. apríl 2013.

Þessi framganga framkvæmdastjórnarinnar sýnir hollustu hennar við viðmælanda sinn. Allir vissu um holan hljóm í stórkallalegum yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og manna hans um að einstaklega mikill árangur hefði náðst síðan 16. júlí 2009 – það er að loka 11 samningsköflum af 33. Allt eru þetta kaflar sem falla að aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur er ómyrk í máli um vinnubrögð Össurar Skarphéðinssonar í ESB-málinu á fésbókarsíðu sinni fimmtudaginn 23. maí. Hún segir að innan Samfylkingarinnar hafi Össur aldrei gefið færi á ræða raunverulega stöðu aðildarumsóknarinnar í stað þess hafi verið gripið til þess ráðs að persónugera vandamálin í ráðherranum Jóni Bjarnasyni en það hafi aldrei verið annað en „eitt stórt yfirvarp“ eins og hún orðar það.

Nauðsynlegt er að halda þessum þætti aðildarviðræðnanna til haga þegar hugað er að næstu skrefum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Á sama tíma og framkvæmdastjórnin hefur sungið blekkingarsönginn með Össuri um framgang ESB-viðræðnanna hefur hún sett í smáaletrið að Íslendingar ráði ferðinni og ekki verði farið hraðar en þeir ákveði.

Í þessum orðum talsmanna ESB felst að hætti Íslendingar viðræðunum sé þeim sjálfhætt. Er ekki ólíklegt að þeirri skoðun verði nú flaggað af stækkunardeildinni.

Með hliðsjón af framgöngu Brusselmanna gagnvart fyrrverandi utanríkisráðherra hljóta þeir að vilja skapa traust á milli sín og nýs utanríkisráðherra með því að koma einnig til móts við óskir hans og sýna honum skilning. Verði annað uppi á teningnum dregur það aðeins úr trúverðugleika framkvæmdastjórnarinnar hér á landi og hleypir illu blóði í samskipti sem eiga að vera góð og snurðulaus þrátt fyrir feilspor Össurar Skarphéðinssonar og klaufalega málsmeðferð hans.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS