Sunnudagurinn 5. desember 2021

Svíar tala um öryggi Íslands - ekki eitt orđ í nýjum stjórnar­sáttmála


Björn Bjarnason
4. júní 2013 klukkan 09:42

Sćnska varnarmálaráđuneytiđ birti nýlega mikla skýrslu um öryggis- og varnarmál og ţróun ţeirra í ljósi sćnskra hagsmuna. Athygli hefur einkum beinst ađ mati Svía á framvindu mála í Rússlandi. Hér á Evrópuvaktinni var vakin á ţví athygli áđur en skýrslan birtist ađ fyrir lćgju upplýsingar frá Finnlandi sem sýndu ađ Rússar hefđu stokkađ upp herafla sinn í nágrenni Finnlands. Ţar vćri nú lögđ áhersla á ţjálfun hrađsveita sem beita mćtti međ skömmum fyrirvara til sóknar inn í nágrannalönd.

Í Finnlandi hefur ekki veriđ dregiđ úr vörnum eigin landamćra á sama hátt og Svíar hafa gert. Undanfarin ár hafa umrćđur um sćnsk öryggismál snúist um flest annađ en varnir eigin lands. Svíar telja meiru skipta ađ ráđa yfir herliđi sem senda megi til ađgerđa á fjarlćgum slóđum undir merkjum Sameinuđu ţjóđanna eđa jafnvel NATO. Hér er sagt „jafnvel NATO“ vegna ţess ađ ţátttaka hinna hlutlausu Svía í ađgerđum undir merkjum bandalagsins hefđu ţótt óhugsandi fyrir fáeinum árum.

Til marks um breytt viđhorf Svía til NATO og raunar einnig Finna er ákvörđun stjórnvalda landanna um ađ verđa viđ ósk íslenskra stjórnvalda og senda hingađ orrustuflugvélar á nćsta ári međ Norđmönnum ţegar ţeir taka ađ sér ađ sinna loftrýmisgćslu frá Keflavíkurflugvelli. Til gćslunnar var gripiđ undir merkjum NATO á árinu 2007 eftir ađ Bandaríkjamenn hurfu á brott frá Keflavíkurstöđinni.

Í sćnsku skýrslunni er sérstakur kafli um Ísland sem hefur birst hér á síđunni í endursögn og lauslegri ţýđingu. Hiđ merkilega viđ ţennan kafla er ađ Svíar fjalla um Ísland á sama hátt og gert hefđi veriđ á tíma kalda stríđsins. Gildi Íslands fyrir NATO sé ađ ţađan megi halda úti eftirliti međ umferđ í lofti og sjó á svćđi sem nái frá Grćnlandi, um Ísland, til Fćreyja og Skotlands. Frá árinu 2006 hafi langdrćgar, rússneskar sprengiţotur ađ nýju tekiđ til viđ ađ fljúga öđru hverju á takmörkuđum svćđum á Norđur-Íshafi og Norđur-Atlantshafi og ţar sjáist einnig fleiri rússnesk herskip en áđur.

Ţessi lýsing er sambćrileg viđ ţađ sem menn sögđu um Ísland á síđari hluta sjöunda áratugarins ţegar fyrstu fréttir tóku ađ birtast um flotasiglingar og herflug Rússa í nágrenni Íslands og NATO birti kort til skýringar á hvernig ţessum ferđum vćri háttađ. Eftir hrun Sovétríkjanna fyrir rúmum 20 árum töldu menn ađ stađan á N-Atlantshafi mundi breytast til frambúđar og ákvörđun Bandaríkjastjórnar um ađ loka Keflavíkurstöđinni var reist á slíkum ranghugmyndum.

Nú setja menn breytingar á Norđur-Atlantshafi ekki í samband viđ kapphlaup milli austurs og vesturs heldur kapphlaup um ađ skapa sér ađstöđu á norđurslóđum vegna auđlinda og siglinga viđ loftslagsbreytingar og bráđnun íss.

Sćnsku sérfrćđingarnir segja ađ nálćgđ Íslands viđ norđurskautiđ, gildi fiskveiđa og siglinga leiđi til ţess ađ breytingar á loftslagi skipti miklu í umrćđum Íslendinga um öryggismál. Markmiđiđ sé ađ stuđla ađ ţví ađ lítil spenna ríki milli ţjóđa á norđurskautssvćđinu og ađ Norđurskautsráđiđ ţróist sem lifandi vettvangur fyrir friđsamlegt samstarf milli ađildarríkjanna. Íslendingar hafi innan NATO lagt áherslu á ađ bandalagiđ taki betur af skariđ um hlut sinn á Norđur-Atlantshafi og í Norđur-Íshafi.

Ţađ er rétt mat ađ íslensk stjórnvöld hljóta ađ vilja lágspennu á norđurslóđum og ađ ţar verđi beitt borgaralegum úrrćđum til ađ tryggja öryggi sjófarenda og viđ vinnslu náttúruauđćfa. Verđi ţađ gert hafa Íslendingar burđi til ţátttöku í samstarfi norđurslóđaţjóđa og ţeir eiga ađ bjóđa ađstöđu á Keflavíkurflugvelli undir fjölţjóđlega starfsemi í ţágu leitar og björgunar. Ţá fellur einnig ađ íslenskum hagsmunum ađ NATO minni á tilvist sína á Norđur-Atlantshafi á skýrari og markvissari hátt en gert hefur veriđ undanfarin ár.

Áform ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur um ađ kynna tillögur um ţjóđaröryggisstefnu Íslands runnu út í sandinn eins og svo margt annađ. Í sáttmála ríkisstjórnar Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar er ekki minnst einu orđi á öryggis- og varnarmál eđa ađildina ađ NATO. Andvaraleysiđ sem felst í ţví er vonandi ekki til marks um ađ ríkisstjórnin átti sig ekki á nauđsyn lifandi umrćđna um ţennan mikilvćga ţátt sem lýtur ađ grunnskyldum ríkisvaldsins gagnvart borgurunum.

Hinn greinargóđa sćnska skýrsla er ríkisstjórn Íslands áminning um ađ öryggis- og varnarmál eru enn brýnt úrlausnarefni og ađstćđur í okkar heimshluta ţróast nú á ţann veg ađ međ öllu er óverjandi ađ ţessum málaflokki sé ekki sinnt á verđugan hátt innan íslenska stjórnkerfisins og á stjórnmálavettvangi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS