Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Stórveldin innan ESB fórna smáríkjum eins og Grikklandi í þágu sérhagsmuna sinna


Styrmir Gunnarsson
7. júní 2013 klukkan 09:23

Nú liggur fyrir skýrt dæmi um hvernig Evrópusambandið og evruríkin sérstaklega fara með litla þjóð, sem má sín ekki mikils í samskiptum við hin evrópsku stórveldi. Ný skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sjálfs um framkvæmd björgunaraðgerða vð Grikkland dregur fram í dagsljósið alvarleg mistök þríeykisins svonefnda, sem eru sjóðurinn sjálfur, Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu. Skýrslan hefur valdið uppnámi í Brussel. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mótmælir hástöfum. Seðlabanki Evrópu þegir.

Í skýrslunni kemur fram að AGS hafi slakað á reglubundnum vinnubrögðum og ofmetið hvað Grikkland gæti staðið undir miklum skuldum og að sjóðurinn hefði átt að ganga harðar fram í því og fyrr, að lánveitendur Grikklands í einkageiranum, sem þýðir bankar á Vesturlöndum, tækju á sig afskriftir.

Þessi mistök túlkar Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í London á þann veg, að Grikklandi hafi verið fórnað fyrir evruna til þess að hlífa bönkum, sennilega í Frakklandi og Þýzkalandi, við miklu tapi strax á árinu 2010. Þegar dæmið hafi ekki gengið upp hafi ráðamenn í evrulöndum undir forystu Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands gengið fram fyrir skjöldu og sagt að ástæðan væri sú, að Grikkir stæðu ekki við skuldbindingar um aðgerðir á heimavígstöðvum.

Ritstjórinn kallar þetta athæfi glæp og hvetur til þess að Olli Rehn, fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB, sem hefur með þessi mál að gera segi af sér og taki ábyrgð á þessum alvarlegu mistökum. Hann bendir á að í hvaða lýðræðisríki sem væri mundi fjármálaráðherra, sem bæri ábyrgð á slíku athæfi verða að segja af sér.

Hér á Íslandi hafa aðildarsinnar talað á þann veg að aðild að ESB og upptaka evru væri eins og aðgangur að einhvers konar himnaríki fyrir Íslendinga. Í þeim félagsskap væru allir góðir vinir, hjálpuðu hver öðrum, smáþjóðir hefðu rödd, sem heyrðist við borðið o.sv. frv.

Nú liggur fyrir í skýrslu eins aðilans að björgunaraðgerðunum við Grikkland, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sjálfs að þetta er allt uppspuni, eins og reyndar margsinnis hefur verið haldið fram hér á þessum vettvangi. Stóru ríkin innan ESB svífast einskis í samskiptum við smáríkin og fórna þeim samvizkulaust í þágu eigin sérhagsmuna ef svo ber við.

Þetta liggur nú fyrir skjalfest og sannað í sambandi við Grikkland.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS