Mánudagurinn 16. desember 2019

Snowden, Assange, Ögmundur og Birgitta


Björn Bjarnason
25. júní 2013 klukkan 10:25

Hér á Evrópuvaktinni hefur verið sagt ítarlega frá Edward Snowden, bandaríska uppljóstraranum, sem fór til Hong Kong 20. maí frá Hawaii áður en hann birti trúnaðargögn um starfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA. Hann lak þessum gögnum til The Washington Post og The Guardian og sagði í viðtali við blaðamenn þeirra að hann treysti sér ekki að snúa að nýju til Bandaríkjanna af ótta við að verða lögsóttur. Hann gæti hugsað sér að leita hælis á Íslandi þar sem væri griðastaður fyrir þá sem nýttu sér netið til upplýsingamiðlunar.

Ummæli Snowdens um Ísland hafa dregið Íslendinga inn í umræður um málefni Snowdens og þar staldra fjölmiðlamenn við tengsl nokkurra Íslendinga við Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem nú situr lokaður inni í sendiráði Ekvador í London eftir að hafa sótt þar um hæli af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna sendi Bretar hann til Svíþjóðar. Sænsk yfirvöld hafa óskað eftir framsali á Assange vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi gagnvart tveimur konum þar í landi.

Á meðan Snowden var sagður dveljast í Hong Kong gekk Íslendingur Ólafur Vignir Sigurvinsson fram fyrir skjöldu og sagðist hafa þrjár flugvélar til taks til að fljúga Snowden til Íslands. Hefði verið ætlunin að gera það í einum áfanga (tæpa 10.000 km) hefði þurft stóra Airbus eða Boeing vél. Vakti framtakið athygli víða um heim.

Sunnudaginn 23. júní bárust fregnir um að Snowden hefði flogið með Aeroflot frá Hong Kong til Moskvu, mánudaginn 24. júní átti hann bókað far áfram til Havana en skráði sig aldrei í flugið. Þriðjudaginn 25. júní segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að rússnesk stjórnvöld hafi aldrei haft nein afskipti af Snowden eða ferðum hans um heiminn. Fréttamenn geta sér þess til að Snowden hafi aldrei verið formlega skráður inn í Rússland og þess vegna sé unnt að segja að „tæknilega“ hafi hann aldrei verið á rússnesku landi heldur flogið strax á brott en sagt var hann hefði fengið hæli í Ekvador með aðstoð Julians Assange og WikiLeaks.

Afskipti Julians Assange af máli Snowdens hafa enn orðið til þess að beina athygli fjölmiðla að Íslandi og The New York Times birtir þriðjudaginn 25. júní langa grein um viðleitni bandarískra stjórnvalda til að safna gögnum gegn WikiLeaks og Assange. Í greininni er vitnað í Ögmund Jónasson, fyrrv. innanríkisráðherra, sem segir gamalkunna sögu frá árinu 2011 um komu FBI hingað til lands án þess þó að segja söguna alla eða skýra frá ágreiningi hans og ríkissaksóknara um málið. Þá er einnig rætt við Birgittu Jónsdóttur alþingismann sem segir meðal annars: „Vænisýkin er að drepa okkur öll.“

Julian Assange var hér á landi á sínum tíma og vann að gerð þingsályktunartillögu með Birgittu Jónsdóttur sem hún flutti og þingheimur samþykkti einum rómi, til varð IMMI-stofnunin sem sumir halda að sé einskonar björgunarskýli fyrir þá sem nýta sér netið til upplýsingamiðlunar þótt þeir viti að hún kunni að kalla verði laganna. IMMI-álytkunin er enn lítið annað en orð á blaði og verður ekki annað og meira nema sett séu lög í anda hennar.

Netheimar eru gagnlegir og hafa breytt miklu í mannlegum samskiptum. Munur á sannleika og hálfsannleika eða hreinum ósannindum hverfur gjarnan í þessum heimi og stundum mætti ætla að þeir sem helga sig lífinu þar láti sig lítið annað varða en eigin ímyndun. Þegar rætt er um Snowden, Assange og vini þeirra á Íslandi er erfitt að átta sig á hvar mörkin eru á milli þess sem er satt og hins sem er ímyndun. Landkynning af þessu tagi getur blekkt fleiri en Edward Snowden og verður seint talin æskileg.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS