Mánudagurinn 25. janúar 2021

Er nýtt „löndunarbann“ í aðsigi?!


Styrmir Gunnarsson
17. júlí 2013 klukkan 06:28

Gömlu nýlenduveldin í Evrópu eru söm við sig. Þau urðu rík með því að fara ránshendi um auðlindir annarra þjóða, sérstaklega í Asíu og Afríku. Og þegar þau höfðu ekki lengur afl til þess að sækja á þær slóðir með hernaðarlegu ofbeldi sneru þær sér að því, sem nærtækara var, fiskimiðunum við Ísland. Það er í raun og veru ótrúleg saga, að Íslendingar hafi ekkert skref geta stigið í útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Ísland án þess að vera beittir ofbeldi af hálfu Breta sérstaklega.

Þorskastríðunum lauk með fullum sigri okkar, þegar síðasti brezki togarinn hvarf af Íslandsmiðum hinn 1. desember 1976 og ástæða til að minnast þess þann sama dag árið 2026 en þá verða 50 ár liðin frá þeim merka atburði.

Nú hefur Evrópusambandið tekið við þessu hlutverki Breta og hefur í hótunum við okkur vegna makrílveiða. Ekki beindum við makrílnum inn í íslenzka fiskveiðilögsögu. Nú segist Evrópusambandið framkvæma hótanir sínar fyrir lok þessa mánaðar.

Árið 1952 var lagt löndunarbann á íslenzka fisk í Bretlandi vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 sjómílur. Það stóð í fjögur ár. Löndunarbannið leiddi til þess að við fundum aðra markaði fyrir fiskafurðir okkar.

Það á eftir að koma í ljós hverjar „refsiaðgerðir“ Evrópusambandsins verða vegna makrílveiða okkar. Verði þær löndunarbann eða ígildi þess verður það okkur hvatning til þess að vera ekki jafn háðir Evrópumörkuðum og við höfum að einhverju leyti verið á seinni tímum. Það er hægt að eiga viðskipti við aðrar þjóðir en Evrópuríkin. Sú var tíðin að bæði Bandaríkin og Rússland voru mikilvægir markaðir fyrir íslenzkar fiskafurðir og Kína hefur orðið það í vaxandi mæli á seinni árum.

Evrópuríkin ættu að hafa lært það af sögunni, að Íslendingar verða ekki kúgaðir. Það er liðin tíð að þessi gömlu stórveldi geti kúgað sjálfstæð ríki.

Við eigum góða bandamenn þar sem Færeyingar eru. Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð Norðurlandaþjóðanna, sem standa innan Evrópusambandsins verða. Standa Danir, Svíar og Finnar með Íslendingum eða standa þessar þjóðir með gömlum nýlendukúgurum? Stundum verða menn að taka afstöðu og komast ekki upp með fagurmælin ein.

Hins vegar er einn þáttur þessa máls sem vert er að huga að. Það er ekki við hæfi að Írar beiti Evrópusambandinu fyrir sig í þessu máli. Það eru ekki mörg dæmi í evrópskri sögu um jafn svívirðilega meðferð stórþjóðar á smáþjóð eins og framferði Breta gagnvart Írum hefur verið í 800 ár.

Það er fleira sem sameinar Íra og Íslendinga en það sem sundrar. En íslenzka utanríkisþjónustan hefur haft meiri áhuga á að vera hampað í hásölum valdsins í Evrópu en að rækta pólitísk tengsl við Íra.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS