Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Það skiptir máli að standa við sannfæringu sína

-en hlaupast ekki undan af ótta við einstaka hópa kjósenda


Styrmir Gunnarsson
9. ágúst 2013 klukkan 08:45

Þeir stjórnmálamenn eru færri sem standa við sannfæringu sína. Fleiri hneigjast til tækifærismennsku og að fljóta með straumnum. Þeir síðarnefndu komast stundum betur af í núinu ef svo má að orði komast og njóta dægurvinsælda en þegar upp er staðið verður dómur sögunnar sá, að þeir skipta engu máli.

Hinir, sem standa við málefnalega sannfæringu sína og fylgja henni eftir lenda oft í mótvindi og stundum mjög erfiðum. En þeir rísa upp, þegar dómur sögunnar fellur.

Þetta er sagt vegna þess vandræðagangs, sem af óskiljanlegum ástæðum hefur einkennt meðferð ESB-málsins í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Að vísu skiptir öllu máli, að utanríkisráðherra fór snemma á ráðherraferli sínum til Brussel og tók af skarið.

En þar fyrir utan hefur vandræðagangurinn birzt með ýmsum hætti. IPA-styrkirnir, sem til umræðu eru þessa dagana eru skýrt dæmi um þetta. Ríkisstjórnin hefur greinilega verið hrædd við viðbrögð þeirra, sem áttu von á peningum en fá ekki. Þess vegna hefur henni þótt betra að ESB tæki sjálft þá augljósu ákvörðun að hætta þessum styrkveitingum en að hún sjálf tæki af skarið. Niðurstaðan er hins vegar sú, að það er erfitt að komast hjá því að líta svo á að ríkisstjórnin hafi sýnt aumingjaskap í málinu og ekki þorað að standa við sannfæringu sína.

Fyrir nokkrum vikum lýsti forsætisráðherra því yfir opinberlega að vinna við mat á stöðu viðræðna og þróun Evrópusambandsins væri hafin en fyrir skömmu upplýsti utanríkisráðherra að hún mundi hefjast um eða upp úr miðjum ágúst.

Hvað er svona flókið?

Einæg sannfæring Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra í ESB-málum verður ekki dregin í efa. Líklegra er að skýringin á vandræðagangi ríkisstjórnarinnar sé sú, að stjórnarflokkarnir hafi ekki sameiginlega mótað sér skýrar hugmyndir um framhaldið.

Það gengur ekki.

Ráðherrarnir eru önnum kafnir við erfið innanlandsmál. En þeir komast ekki hjá því að sinna stórum málum á borð við ESB og Ísland og deilur Færeyinga við ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS