Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Nýtt yfirbragð á störfum alþingis


Björn Bjarnason
14. september 2013 klukkan 11:14

Yfirbragð á störfum alþingis er allt annað nú en í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Þótt Jóhanna hefði áratugum saman látið í stjórnarandstöðu eða utan ríkisstjórnar eins og framkvæmdavaldið sýndi alþingi ekki næga virðingu bar allt viðmót hennar sem forsætisráðherra í garð alþingis þann svip að hún vildi hlut þingsins sem minnstan. Engum duldist að mikil spenna ríkti í samskiptum hennar við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, flokkssystur hennar og forseta alþingis. Stafaði það ekki síst af viðleitni þingforsetans til varðstöðu um hlut alþingis gagnvart forsætisráðherra.

Einar K. Guðfinnsson sem kjörinn var forseti alþingis að kosningum loknum hefur mikla og farsæla þingreynslu auk þess að vera aldursforseti í þingliði ríkisstjórnarinnar. Enginn ráðherranna hefur áður setið í ríkisstjórn og sumir sitja nú í fyrsta sinn á alþingi. Góð leiðsögn af hálfu þingforseta og náið samstarf hans við forystumenn stjórnarflokkanna getur skipt sköpum um hvort takist að hækka risið á alþingi gagnvart þjóðinni.

Leiða má rök að þeirri skoðun að fyrir ESB-aðildarsinnum hafi vakað að gera hlut alþingis sem minnstan vegna aðlögunar að kröfum ESB. Innan sambandsins er vaxandi spenna milli þeirra sem vilja hlut þjóðþinga sem mestan og hinna, ráðamanna ESB í Brussel, sem vilja ganga á hlut þjóðþinga og rýra völd þeirra.

Össur Skarphéðinsson og nánustu samstarfsmenn hans í ESB-málum vildu ganga í augun á stækkunardeild ESB og sanna fyrir henni að þeir hefðu í fullu tré við andstæðinga ESB-aðildar. Þeir lögðust gegn hugmyndum um að þjóðin yrði spurð um vilja til ESB-umsóknar og þeir miðluðu ekki öðrum upplýsingum til alþingis en hentaði aðlögunarmálstaðnum hverju sinni. Þeir mótmæltu opinberlega að um aðlögun væri þótt þeir viðurkenndu það í einkasamtölum.

Eitt af því sem einkenndi málsmeðferð Össurar Skarphéðinssonar var að forðast efnislegar umræður um ESB-málið í þingsalnum. Hann brást illa við gagnvart þingmönnunum Unni Brá Konráðsdóttur, Vigdísi Hauksdóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur þegar þær lögðu fyrir hann spurningar. Honum var sérstaklega uppsigað við Vigdísi og virtist jafnvel telja fyrir ráðherravirðingu sína að virða hana svars.

Nú í upphafi lokaáfanga sumarþings höfðu ráðherrar frumkvæði að umræðum annars vegar um efnahagsmál og hins vegar um ESB-mál. Umræður um þessa mikilvægu málaflokka einkenndust ekki af því að ráðherrar snerust til varnar í sókn stjórnarandstöðu á hendur þeim heldur höfðu þeir frumkvæði og lögðu spilin á borðið. Yfirbragð umræðnanna var jákvætt og kallaði á allt annars konar málflutning en ella hefði orðið.

Dagskrá alþingis hefði ekki verið skipulögð á þennan hátt nema í góðu samstarfi þingforseta og ríkisstjórnar. Þetta lofar góðu um framhaldið sem getur ekki orðið til annars en rétta hlut alþingis standist þingmennirnir sjálfir prófið.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS